- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
82

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

og metnast samt ei! — Heyrðu, heillakind!
Nú, þakka og metnast svo vel sem þèr sýnist!
en ljúktu við á fimmtudag að fægja
þinn snotru-ham og komdu þá í kirkju
með París, annars ber eg þig á börum
til kirkjunnar. — Nú, heyrðu til mín, herfa!
þín vella, vesöld, tepra, tólgarnös!

FrúK.: Nei, hættu maður, látt’ ei eins og ærður!

Júl.: Æ, faðir minn, eg bið og krýp á knèn,
haf þolinmæði, má eg snöggvast tala?

Kap.: Og svei þèr aptan, þrjózkufulla þýið!
þú ferð í kirkju’ á fimmtudaginn, seg’ eg,
ef framar viltu koma mèr í augsýn;
þú skalt ei anza, segja neitt nè svara!
Mig klæja lófar. — Kona! þegar Drottinn
gaf okkur þessa eina, þótti gjöf hans
vart meiri’ en engin, nú er einni of margt,
því okkur varð til óláns það hún fæddist.
Svei aptan dubbu!

Fóstr.: Drottinn bless’ hana’ ætíð!
Þèr gjörið ljótt að lasta hana, maður!

Kap.: Og vill hún halda munni, vizku-dísin?
Burt! masa þú við málskrafs-stöllur þínar.

Fóstr.: Jeg skrökvaði’ engu.

Kap.: Farðu, farðu! flýtt’ þèr!

Fóstr: Má maður ekki tala?

Kap.: Þegi þú!
þín þvættings-blaðra, treindu þína speki
á mælgisþingum þínum, ekki hèrna.

Frú K.: Þú ert of bráður.

Kap.: Biðjið Guð um náð!
eg ærist; seint og árla, nótt með degi,


<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0088.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free