- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
55

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)


Þið elskendurnir hlaupið ormavefinn,
sem iðar til og frá í sólskinsmollu,
og dettið ekki; svo er lèttúð lètt.

Júl.: Gott kvöld, minn kæri faðir!

Lár.: Rómeó skal fyrir báða kveðju þína þakka.

Róm.: Sè, Júlía, þín sæla jafnstór minni,
og sèrtu betur fær að lýsa henni,
þá krydda þú í kring oss himinloptið
og kunngjör nú með engilrómi þínum
þann sælu-draum, sem dillar okkur báðum,
þá dýrðarstund, sem brosir nú svo fögur.

Júl.: Vor tilfinning er rík, en ei af orðgnótt,
og ber sitt hrós hið innra, ei hið ytra,
einn aumingi má aura sfna telja,
en ástin, hún er miklu djúpauðgari,
en geti helming sinna aura sagt.

Lár.: Svo komið, komið; gjörum út um allt,
og hirðið ei að hjala saman neitt,
fyr heilög kirkjan gjörir bæði eitt.

(Þau fara.)

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0061.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free