- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
28

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Róm. (við þjón): Hver er sú mey, sem manni rèttir
þar
með yndishýru hönd?

Þjónn: Eg veit það ekki.

Róm.: Svo ljómar hún, að ljósin glaðna björt,
eins lýsir af henni næturkinnin svört,
sem blökkumannsins hlust af björtum stein’;
sú blómarós er vorri jörð of hrein;
sem snjóhvít dúfa svörtum krákum hjá
í svanna flokki, er hún til að sjá.
Við enda leiksins læðist eg og tek
í ljúfrar mund, þótt hönd mín verði sek.—
Mun eg hafa’ elskað fyr? Seig, auga, nei,
því aldrei leizt mèr svo á nokkra mey.

Tíbalt: Sá rómur er víst rómur Montags manna. —
Sæk sverð mitt, drengur.—Þorir þrællinn sá
að troða sèr hèr inn, sem gömul grýla,
að hæða’ og spotta veizlugleði vora?
Við sæmd vors húss eg sver að hann skal
falla,
og synd má hver, sem lystir, vígið kalla.

Kap.: Nú, hvað þá, frændi? hvað skal þetta æði?

Tíb.: Sjá þarna, frændi, fjandann einn hans Montags;
sá þrjótur vill nú gjöra gems og spjöll,
og gleði manna spilla’ í vorri höll.

Kap.: Hinn ungi Rómeó?

Tíb.: Rómeó, já, sá hundur!

Kap.: Ver stilltur, frændi litli, látt’ hann vera,
hann hegðar sèr sem horskum manni sæmir,
og, meir’ að segja, bærinn hrósar honum,
að hann sè góður, stilltur, efnisdrengur;

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0034.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free