- Project Runeberg -  Ágrip af Náttúrusögu /
94

(1884)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

94

stórir og álptir, |>eir hafa langt og mikið nef, með
stórum húðpoka að neðan; par geyma peir fiska og
fleiri dýr, sem peir veiða. Heimkynni peirra eru heitu
löndin. Hafa peir sumstaðar verið tamdir og látnir
veiða fiska.

Morgæsir (Pingvin) hafa næstum keilumyndaðan
íikama, og ákaflega stutta vængi. er meira likjast
bæxlum á hval en vængjum á fugli. Vængfjaðrirnar
eru hreisturmj*ndaðar, og líkjast töluvert hreistri
fisk-anna. Mörgæsir eiga heima við heimskautslöndin syðri;
koma pær aldrei á land nema um varptimann, en
lifa annars alltaf á sjónum, synda og kafa, en geta
ekki flogið. Við sundið uota pær vængina til pess, að
róa sig áfram í vatninu.

3. Skriðdýr.

Skriðdýrin hafa húð, er skiptist í skildi eða
bein-hreistur. J>au anda með lungum, en hafa kalt blóð.

|>ess er áður getið, að blóðrás spendýra og fugla
sé næsta lík og hjá manninum; en blóðrás skriðdýra
er að pvi leyti alveg frábrugðin, að hægra og vinstra
apturhólf hjartans eru ekki sundur skilin með
vöðva-vegg. þar rennur pvi saman bæði slagæða- og
blóð-æðablóð. Sökum pess að skriðdýrin hafa kalt blóð,
pá eru pau rok og köld að preifa á, og hreyfingar
peirra, meira en spendýranna, bundnar við hita
náttúr-unnar að utan. I hita eru pau fjörug, en í kulda
dauf og seinfær. og missa pá matarlystina. í köldum
löndum liggja pau í dvala á vetrum, en vakna á
vor-iu. Að andlegu atgjörvi standa skriðdýr heldur lágt;

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 18:11:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/natturusog/0108.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free