- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
153

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

153

Þrír eíla fjórir óvenjulega risavaxnir menn, sem
mig minnir að eg sæi i kjallarannm kveldið
minni-lega, hafa verið í vinnu Iijá greifauum seinustu
dsgana; þeir eru tröllefldir að burðum og fara
með þyngsla-bákn eins og fis.

í dag var enginn. maður i garðinum, en
kassarnir vorn óhreyfðir.

Nú var því grafarþögn i höllinni. Eg kveikti i
vindli og gekk út í borðsalinn og ætlaði að
ganga þar um gólf stundarkorn áður en eg
færi að taka saman skjöl og bækur greifans.
Gamla konan hafði fyrir löngu tekið af borðinu
og horfið jafn-hljóðlega og hún var vön — og
eg vissi það af reynslunni, að hún mundi ekki
koma aftur í nokkra klukkutima. Mér datt þá
í hug, að eg hefði aldrei betra færi til að
rann-saka leynistigann og komast eftir þvi, hvort
þar væri ekki nnt «ð leita útgöngu.

Eg hugsaði ekki meira um það, en bjó mig
á stað, því hefði eg farið að rifja upp það sem
fyrir mig hafði borið þar niðri, hefði og aldrei
árætt að fara þangað.

Eg gætti að þvi að marghleypan min væri
i lagi, gekk inn í áttstrenda herbergið, þrýsti á
hnappinn, og hurðin laukst upp snögglega og
hljóðlaust. Siðan kveikti eg á ljóskeri mínu
og fór með gætni ofan stigann. Þar var nú
ekki eins dimt og verið hafði um uóttina, þvx
daufa birtu lagði úr tveimnr gluggum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0159.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free