- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
107

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

107 .

né læknir, en eg læt að eins mina skoðun í
ljós. Bg get hvorki né vil gera grein fyrir þvi,
en eg finn það glögt, að á sama hátt og ýms
áhrif, sem að utan koma, geta gert mig sjúkan,
á sama hátt hefl eg orðið fyrir áhrifum, hvort
sem þau eru andleg eða ekki, sem kveikja hjá
mér imyndanir og tilfundningar, sem eg hefi
ekki haft áður og eru ekki af betri endanum.

Greifinn segir, að mig hafi dreymt og það er
sennilegasta skýringin. Eg var þreyttur um
kveldið, taugar minar voru æstar og
ímyndun-in hálfveik af því sem fyrir mig hafði borið
seinasta dægrið. Eg hafði sofnað í öllum
föt-unum. Nei, eg þori að sverja að eg gerði það
ekki–.

Eg sat við borðið í lessalnum eins og nú.
Alt i einu fanst mér að eg ætti að fara upp á
loftið til að sjá betur sólarlagið. Eg fleygði
pennanum og bar bókina með mér inn í
svefn-herbergið og siðan hljóp eg upp stigann. Sólin
var ekki gengin nndir, þegar eg kom i turninn,
sem er hjá myndasalnum. Paðan er betri
út-sýn en úr nokkrum öðrum stað í höllinni. —
Eg gekk að öllum gluggunum og stóð seinast
Við þann gluggann, sem gaf mér bezt útsýnið.
í öllum gluggahólfunum vóru bekkir til að sitja
á. Eg settist niður, lauk upp glugganum og
sökti mér alveg niður i náttúrufegurðina, kveikti
i vindli og hallaði mér aftur á bak.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0113.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free