- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
31

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

31

Svölurnar hurfu, og í þeirra stað komu
leðurblökur, sem úir og grúir af hér allstaðar. Ein
flaug inn um gluggann, og af því eg hefi
viðbjóð á þessum kvikindum, flýtti eg mér að loka
honum.

Þegar ég leit við, datt ofan yfir mig; eg
var þá ekki aleinn; það var komið rökkur, en
tunglið skein inn um gluggann, svo að nokkur
birta var inni í herberginu, þó ekki væri eins
bjart og á degi væri.

Við borðið í miðju herberginu stóð
grannvaxinn, ljósklæddur kvenmaður. Hún studdi
annari hendinni á stól við borðið, en með hinni
hélt hún að sér herðasjali. Hún var ung og
ljósleit, og mér sýndist hún horfa forvitnislega
á mig.

Eg hneigði mig og sagði á svo góðri þýzku,
sem mér var unt:

„Fröken, þér fyrirgefið—eg átti von á
greifanum“.

Hún færði sig nær mér meðan eg sagði þetta,
og svaraði aftur á þýzku með útlendum hreim:
„Þér eruð útlendingurinn, sem von var á.
Verið velkominn. Það er einmanalegt hér í
höllinn, einmanalegt á fjöllunum“.

Rödd hennar var undarlega skær; mér fanst
hljómurinn af orðum hennar ganga gegnum
hverja taug, en eg vissi ekki, hvort það var
öþægileg eða þægileg tilkenning; eg vissi að

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0037.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free