- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
8

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

8

hneigði sig djúpt fyrir mér og spurði á
nokkurnveginn skiljanlegri þýzku, hvort eg væri
„herra Englendingurinn.“ Eg kvað já við því,
og sagði til nafns míns. Hún virti mig
nákvæmlega fyrir sér og talaði eitthvað til manns,
sem var í næsta herbergi. Hann kom þegar
með bréf í hendinni, og sá eg undir eins að á því
var hönd greifans, sem er mjög einkennileg.
Það var ritað á ensku, eins og bréf hans til
skrifstofunnar í Lundúnum, sem eg er frá, og
hljóðar svo:

„Kæri herra!

Velkominn til Karpatafjalla. Eg bíð yðar
með óþreyju. Klukkan 7 annað kvöld fer
póstvagninn frá Bistritz til Bukowina, og hefi eg
fengið yður þar far. Eg læt vagninn minn mæta
í Borgoskarðinu og flytja yður heim.

Eg vona að þér hafið ekki reynt ofmikið á
yður á ferðinni, og að þér unið hag yðar í
landi voru, sem er svo fagurt, meðan þér þurfið
að dvelja hér í þarfir okkar beggja, og er
yðar vinur Draculitz.“

Þetta er alt ágætt. Eg fer að verða
forvitinn. Það er fágætt að hitta ungverskan,
eða réttara sagt sjöborglenzkan greifa, sem býr
í gamalli höll í eyðifjöllum við enda hins siðaða
heims, en ritar þó bréf á óbjagaðri ensku og
með allri alúð kurteisra mentamanna, jafnframt

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0014.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free