- Project Runeberg -  Hvíta Bandið 50 ára 1895-1945 /
6

(1945)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

sinn í skínandi hvítasuimuveðri. Hún
bjó á „Herberget" hjá vinkonu sinni frú
Lorens í nokkra daga. Þaðan fór hún til
Kaupmannahafnar. En þar var hún beðin
að mæta fyrir Goodtemplara á Islandi á
bindindisfundi í Gautaborg. Á þessari
ferð sá hún aftur marga af sínum fyrri
vinum í Danmörku, og á
bindindisfund-inum í Gautaborg kynntist hún
kennslu-konunni Huldu Tanda, en þær áttu eftir
að vinna mikið verk saman.

Hugur ’hennar barst nú nær og nær
trú-málum. Hún varð sterkari og einlægari í
trú sinni; um þetta segir hún: „Ég var
horfin frá öllum efasemdum um aS Jesús
væri Guðs son, og það held ég að skipti
miklu máli. — Þegar ég vildi loks trúa
því var mér það auðvelt. Ef ég trúði nú
á Guð og almætti hans, hvi skyldi ég þá
ekki trúa því að hann gæti gefið syni
sínum sérstakan líkama hér á jörðu, eins
og hann hafði skapað allt af almætti
sínu. Menin skilja tilveruna ekki, hvort
sem er, geta aðeins séð, hvað gerist á
skammri ævi, svo fellur tjaldið og
dauð-inn tekur við." —

Að afstöðnum öllum þessum ferðum
milli funda og vina í útlöndum lagSi hún
loks af staS frá Kaupmannahöfn á
Is-landsfari og kom heim á hásumri 1898.

Eftir að hún kom heim, tók hún við
lífsábyrgðarfélaginu „Star" og varð brátt
hlaðin öðrum störfum.

Árið 1900 var ákveðið, að Hvítabandið
héldi heimsmót í Edinborg. Þingið átti
að halda um sumarið. Hvítabandið í
Reykjavik bað Olafíu að mæta á þessu
þingi. Eins báðu Templarar hana að
mæta fyrir ’þá á bindindisþingi, er
bisk-upinn af Kantaraborg hafði boðið þeim
að taka þátt í — og halda átti nokkru
áður en Hvítabandsþingið. —

En um leið og hún lagði af stað að
heiman í þessa ferð, sem hófst í
marz-mánuði, fór hún í ferðalag fyi’ir Good-

templararegluna um Norðurland og alla
leið austur á Seyðisfjörð. Það var löng
ferð og erfið. Þá var ferðast á hestum, og
þóttu slíkar langferðir ekki heiglum
hentar. VeSráttan var henni hagstæð,
veðrið gott og færð ágæt. Alls staðar var
henni vel tekið af stúkusystkinum og
prestum, sem hjálpuðu henni mjög í
þessu fyrirlestrastarfi og víða voru
fund-ir haldnir í kirkjum.

Þegar hún í mai kom á Fjarðarheiði,
varð hún að ganga hana. Fjarðarheiði
var ófær hestum af snjó. En maísólin
skein og v’eður var gott, og hún var
hraust, fann ekki til þreytu. A
Seyðis-firði beið hún eftir skipi til útlanda. —
Það átti að flytja hana frá litlu
fundun-um hér heima, til stóru þinganna úti í
stóra, menntaða heiminum. Þinganna,
sem tóku hana burtu frá hennar fyrri
hugsjónum, að koma á fót
húsmæðra-fræðslu og kennslu um meðferð
mjólk-ur. Og að mennta íslenzku konuna svo,
að öll heimili á Islandi gætu verið
lýð-skóli fyrir heimilisfólkið.

Nú urðu allir hennar miklu kraftar
bundnir við starfsemi bindindis- og
líkn-armála. Allt það fólk, sem hún kynntist,
var hámenntað fólk, sem var trúað og
offraði bæði tíma og fé til að låta aðra
komast til þekkingar í blessun
trúarinn-ar í Kristi.

Frásögn hennar um lítið atvik hér
heima í sambandi við Miss Nönnu Pratt
varð til þess að hún var ráðin í þjónustu
Hvítabandsins í Noregi.

Eftir að hún hafði setið þessa stóru
fundi, ferðaðist hún nieðal
Hvítabands-félaga bæði í Englandi og Skotlandi og
hélt þar fyrirlestra fyrir starfsemina. —
Um hásumarið var hún lengst af á
sum-arsetri vina sinna í Há-Skotlandi.

Frá Englandi fór hún milli jóla og
nýj-árs. Hún var í kirkju í Bergen, þegar
nítjánda öldin gekk i garð.

1 6 hvítabandið

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 08:38:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hvitband50/0008.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free