- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
112

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

112

einatt stúrinn á freyðanda sjá:
»geysi-djúp ertu dröfn, býr í djúpi þjer ró,
því bún dafnar ei haffleti á?

Ætli Baldur mjer böl, má hann brand reiða hátt,

eg skal bíða’ hans og æðrast ei hót;
nei, við bólstra hann býr, byggur beiskur til mín,
og því bítur mig hugsýkin ljót«.

En ef hjörvajel hófst, fór hans hugur á flug,
8vo sem hauksins, er vaknar við bráð;
þá varð svipurinn svás, þá varð snjallmál hans rödd,
meðan snarpa var orrustan háð.

Svo frá sigri til sigurs hann svara yfir lög,

ei haan sakaði’ in helkvika gröf,
og hann Suðurlönd sá meður sælund og sker
og hann sigldi’ inn í Grikkjalands hðf.

Þá hann skoða fer lund með in skrautlegu hof,

er í skínanda spegla sig vog;
hve hans ond sjer þá undi, veit ástanna dís;
þjer, sem unnist! þjer vitið það og.

»Hjer eg líta má lund með in ljómandi hof,

eins og lýsa vann öldungur fyrr;
það var hingað, sem hún átti’að halda með oss,
en in harðlynda sat eptir kyrr.

Býr ei yndi og ást i svo ylsælum dal?
er ei inndælt við hvolfsúlna göng?

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0146.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free