- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
94

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

94

að höföi’ og hvíta baldursbrá;
fyr Belaríki eg deyja á;
svo dey eg braut frá bölvinauða —
nei! — Baldur heimtar seigan dauða
með sollna und og æðaslátt;
þá einu vill hann þiggja sátt.
En birt þú engum mæðu mína,
meðaumkan skal mjer enginn sýna,
þótt helnauð spenni hörð og mörg; —
en heilsa Friðþjóf frá Ingibjörg!«

Á brúðkaupsdegi bjartrar meyju
(þann brúðkaupsdag eg vildi eigi
á rúostaf hafa ritað minn)
með ríkri meyju fylgdin svinn
til bofsins stefndi hraustra sveina
og hvítmöttlaðra silkireina:
í broddi greppur gigju bar,
en gylfadóttir á svörtum mar
svo fölleit sat, sem svipur líði
og svörtu skýi’ um loptið ríði.
Úr söðii tíóf eg hringabii
og hana leiddi blótstalls til,
þars Lofnar eið vann svanninn svás,
og snjallri röddu hvítum ás
hún bljúg nam senda bænarorð,
og beiskan grjet hver faldaskorð.
Þinn bjarta hrmg á brúðar hendi
í bili sama Helgi kenndi,
og bauginn þreif og Baldri íjekk;
það beint mjer svo til hjarta gekk,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0128.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free