- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
VIII

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

VIII

eigi heima hjå munnmælasögunum og æfiolega einkenna
alþýðuskáldskap og alþýðumeðferð. Nokkuð öðruvísi er
varið flestum inum yngri fomsögum. Þar ber minna
å alþýðumeðferðinní, því þar hafa einstakir snilldarmenn
meira að unnið að safna til, eða þá að smíöa af nýju,
hreinsa og draga saman til heildar. Þá fram kemur
fullmynduð saga, sögu-listasmíði, eins og t. a. m. Njála,
Egilssaga, Víglundarsaga, Bragðamágusarsaga, o. fl. Þess *
vegna verða menn að gæta þess um inar eldri
fora-sögur og 8umar inar nýrri, að þær eru engin
lista-verk eða fullmyndaðar sögur, hversu skemmtilegar sem
þær kuDDu að vera, og hvort sem þær eru skoðaðar
sem sannar sögur, skáldsögur, skröksögur, goðasðgur
eða landvættasögur, og vilji þessara tíma skáld taka
efni þeirra til meðferðar, má hann fara með efníð eins
og hann vill, ef hann heör vit á og kunnáttu til aö
varð-veita og hefja til ljósari og hreinni fegurðar in
lista-fræðislegu sannindi fornsögunnar (bæði in almennu og
þjóðernislegu) eptir menntunar krðfum síns tíma, og
velur sjer eðlilegt og fagurt form. Sama má segja um
allar vorar fornsögur, jafnvel Landnámu, Njáiu og
aðr-ar helztu sögur vorar, að þær geyma efni í ótöluleg
Dýrri listaverk, handa þeim, sem gefin er gáfá til að
efla menntan vorra tíma, eigi með því að sýna fornðldina
álengdar, því það gjöra einmitt sögurnar sjálfar, heldur
með því að draga fornöldina niður til vorra daga, með
því að samþýða hennar anda vorra tíma anda.
Mis-munurinn á meðferð innar sönnu fullkoranu sögu og
eldri sagnanna cr í raunÍDDi engi nema sá, að það
er vandfaraara með efnið, þar sem menn trúa, að
at-burðirnir hafi orðið í þeirri röð, sem sagan segir frá,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0014.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free