- Project Runeberg -  Aflstödin /
4

(1907)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - AFLSTÖDIN, 7. dec. 1907 - Peninga tilboðið - Blödin - Velferð Winnipeg-borgar í veði (Paul M. Clemens) - Ávarp (Árni Eggertson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Peninga tilboðið.



Að taka því hefir verið kallað
ráðdeildarleysi, heimska, það hefði sökkt bænum
á kaf í skuldir. Slíkt er sú hóflausasta,
sú ósvífnasta hauga lýgi, sem út úr
nokkurs manns kjapti hefir komið.
Peningarnir hefðu að mestu gengið til að
borga skuldir bæjarins, losa okarhönkina,
sem Commerce bankinn hefir í baki
bæjarins. Það hefir ekki steypt bænum á
hausinn þótt hann hefði fengið lán gegn
4% rentum til að borga af sér skuldir,
sem draga út úr honum 8% eins og
Commerce bankinn tekur. Hann hefði
staðið sig við það. Minnst af
peningunum hefði gengið til aflstöðvarinnar, því
til hennar átti að leggja eftir því sem
verkinu miðaði fram, og það hefði lítið verið
fyrsta árið; bærinn hefði fengið aflstöðina
reista með svo vægri aukning útgjalda
að hann hefði sízt til þess fundið. Þá
hefir mikið verið látið af þeim óheyrilega
skaða og skömm, sem það væri
Winnipegbæ, að afhenda eða selja skuldabréf
sín gegn aflstöðvarbyggingu. Úr því er
ekkert gerandi. Vér Íslendingar vitum
að heiman að umkeypisverzlun er ekki
svo viðsjál sem af er látið. Að það hefði
spillt fyrir sölu nýrra bréfa, sem bærinn
hefði á boðstólum, ef tilboðum hefði verið
tekið, er meira grýla en sannindi. Það
hefði aldrei til þess komið. En tilboðið
skiptir engu nú, það er úr sögunni.
Eitt gott hafir það þó eptir sig látið, að
vér getum nú greint milli vina
aflstöðvarinnar og fjandmanna hennar.

*


BLÖDIN.



Hver getur lesið úr þeim táknum og
stórmerkjum er með oss verða á þessum
dögum. Öll blöð vor eru á eitt mál sátt
að hrakyrða og smána þá menn, sem lagt
hafa sig í líma til að koma fram vilja
kjósenda um að fá aflstöð reista fyrir
bæinn. I hjartanlegustu eindrægni, aldrei
þessu vant, ranghverfa þau öll saman á
einn veg máistað þeirra, fella úr
fundarræðum þeirra og misherma eptir því sem
bezt gegnir máii þuí, sem þau halda að
lesendum sínum. Hvað kemur til? Ó
þú annálaða töfraafl auðkýfinga, leikur
þú lausum hala hér í Winnipeg, eða
hvað?

Islenzku skeinin hafa slegið sér í þenna
samsöng líka. Heimskringla, orðill að
vanda, tók jafnvel lagið svo geist, að
dregin verður líklega fyrir lög og dóm,
og allar líkur til að henni hefði verið
betra að ljá sig aldrei í þennan leik. En um
Lögberg leika engin tvímæli á, að dúsu
hefir verið stungið upp í það. því í fyrstu
var það merkjanlega með bæjarstjórninni
og aflstöðvarvinum, en nú japlar það
Ashdovvnskuna sannfæringarillanst og
þekkingarlaust og dúsan allt af
heyranleg.

*


Velferð Winnipeg-borgar
í veði.

Borgarstjóri heimtar einræði í bæjarmálum —
Virðir atkvæði borgarbúa að vettugi —
Einokun í algleymingi — Ljær bænum
skósveina sína — Öll stórblöðin á bandi
auðkýfinganna — „Við með“
segja Lögberg og Kringla.


(Ágrip af ýtarlegri skýringu um rafaflsmálið,
sem visað hefir verið út úr Lðgbergi og H. kr.).

Hver hefur beðið Ashdown borgarstjóra
að fresta rafafismálinu? Ekki eru það
kjósendur, því þeir gáfu honum skýlausa
tilskipun um að byggja rafaflsstöð fyrir
Winnipeg. Og hann lofaði
hátíðlega að gera það
.

Tilskipunin var útgefin með
atkvæðagreiðslu 3. júlí 1906. Loforðið var gert,
og marg ítrekað í Nóvember sama ár.

Hverjir komu þá herra Ashdown til að
svíkja loforðið þegar á átti að herða?

Ætii það hafi verið bankastjórar,
peningavíxlarar og menn þeir, sem reka
einokunarverzlun með rafafl við bæinn
og bæjarmenn?

*



Árið sem leið borgaði bærinn
McKenzie & Mann $112,000 fyrir að lýsa stræti
bæjarins.

Fyrir þessi $112,000 getur bærinn
ekkert sýnt við enda ársins.

*



Árlegu afgjöldin uppí lánið, sem
bærinn þarf til að byggja rafaflsstöðina er
$168,000 — í því felst bæði
höfuðstólsafborganir og renta — og svo á bærinn
öll áhöldin og byggingarnar alveg, eftir
40 ár. A meðan getur bærinn grætt stórfé
með því að selja rafafl til prívatmanna og
félaga.

*



Þegar þeim ábata, sem bærinn getur
haft af því að selja rafafl til annara
er bætt við áriega gjaldið til
einokunarfélagsins þá er ekki ólíklegt að það fari
langt fram úr $168,000.

Væri það þá ekki stórhagur fyrir
bæinn að byrja á þessu fyrirtæki sem fyrst?
Jú, áreiðanlega!

Það væri ekki einungis hagur fyrir
bæinn sjálfan, heidur líka fyrir alla
bæjarmenn; því þeir, — eins og líka bærinn —
mundu fá rafaflið ódýrara. Aflið yrði svo
ódýrt að bæjarbúar gætu ekki einungis
lýst húsin með rafurmagni, heldur líka
hitað þau.

Rafaflið yrði svo ódýrt, að það yrði
notað til að knýja vélar i verksmiðjum,
sem þá mundu verða settar á stofn og
kæmu hér á iðnaði, sem nú er ómögulegt
sökum dýrleika kola og alls eldiviðar.

                        PAUL M. CLEMENS.

*


Ávarp.

——



Eg tek þetta tækifæri til að ávarpa
landa mína hér í borginni fáum orðum
og tala við þá nokkur augnablik um mál
Winnipeg-bæjar. Þér studduð mig
góðfúslega til kosningar árið sem leið og
síðan hefi eg átt sæti í öldurmannaráði
bæjarins og hefi rétt til að sitja þar eitt ár
enn. Þann tíma, sem eg hefi verið þar,
hefi eg reynt að mínu leyti að líta eftir
velferð bæjarins og breyta svo, að eg ekki
haekti tiltrú yðar, að svo miklu leyti sem
mér hefir verið unt.

Eitt af þeim málum, sem bæjarráðið
hefir haft með höndum árið sem leið, til
að ráða fram úr til heppilegra úrslita, er
að nota vatnskraftinn í Winnipeg-ánni,
leiða rafmagn inn í bæinn, bæjarbúum til
notkunar við lægsta verði, svo þeir að
eins greiði nægilega upphæð til borgunar
árlegum útgjöldum, vöxtum og $38,000
á ári hverju sem afborgun á höfuðstól;
yrði höfuðstóllinn með því móti goldinn
að fullu á 40 árum.

Winnipeg-bær þarf rafmagn til að lýsa
upp strætin, dæla vatn úr brunnum og
lýsa upp hús, sem notuð eru til opinberra
starfa og borgar þann dag í dag
sporvagnafélaginu fyrir þessa upphæð, sem
langt myndi fara til lúkningar almennra
útgjalda í sambandi við rafmagnsstöðina.
Kostnaðurinn, sem áætlaður var af
þaulæfðum rafmagnsfræðingum, við að
framleiða rafmagnið var $3,250,000, og eru í
þeirri upphæð vextir af höfuðstól yfir þann
tíma, sem verið væri að koma stöðinni
upp. Bærinn hefir þegar gjört samninga
um vinnu að þessu fyrirtæki upp á
$359,000 og er þeirri vinnu nú stöðugt haldið
áfra n. Tilboð hafa komið fram um
framhald fyrirtækisins, vélar og önnur áhöid.
Tilboð þessi voru nákvæmlega íhuguð
með verkfræðingum bæjarins og varð það
þá eindreginn úrskurður meira hluta
bæjarráðsins, að lang-heppilegast yrði að fá
fyrirtækið í hendur einhverju fullveðja
félagi. Tilboð kom fram frá einu slíku
félagi á Englandi, er nefnist
Anglo-Canadian Engineerhtg Company of London,
England
, um aï fullgjöra verkið fyrir
hálfa þriöju miljón dollara og ábygrðist
félagið, að bæta við öllu, sem kynni að
hafa gleymzt fram að taka í áætlan og í
stuttu máli skuldbatt það sig til að
fullgjöra verkið og sjá um, að
rafmagnsstöðin leysti æt unarverk sitt af hendi í heilt
ár, eftir að hún væri fullgjör, með
löglegri trygging af félagsins hálfu. Þar
sem nú tilboð þetta er miklu lægra
áætlunutn verkfræðinga vorra, höfðum vér
ástæðu ti! að ætla, enda vorum vér
sannfærðir um, að upphæð sú, er til var tekin,
væri álls ekki of há fyrir verk þetta, ef vel
væri það af hendi leyst.

Árið seni leið var borgarstjóri Ashdown
kosinn í þeim aðal-tilgangi, að hann
kæmi lausum skuldum bæjarins í
heppilegt horf. Lausar skuldir er upphæð sú,
sem bærinn skuldar banka sínum og
upphæðir, sem bankinn hefir útvegað bænum
til skamms tíma. Fastar skuldir eru
upphæðir, sem bærinn hefir lánað gegn

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 01:48:13 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/aflstodin/0004.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free