- Project Runeberg -  Á ferð og flugi : Kvæðabálkur /
46

(1900) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - XVI. Dagdómar

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Og er ekki minnkun að mögla’ um það nú
                að muna’ henni þvílíka gjöf
að skilnaði efstum, fyrst alt, sem hún þarf,
                er einungis: venjuleg gröf?
Nei; báðir við komum þar; hver helzt hún varð
                og hvort heldur ill eða góð,
Með kyrkjunnar uppreisn og yflrbót þú,
                en eg með mín hálfkristnu ljóð.“

Hér slitnaði samtalið — konan hans kom
                inn hvatleg og settist oss hjá.
Og te-ið og hvíldin var henni víst holt,
                því hraustlegri var hún að sjá.
Þó vóru’ eins og hnökrar í hrafnsvartri brún
                og hæpið að ráða því úr,
Hvort blikan í augunum boðaði storm
                þeim blökku’ eða stóð hún af skúr.
Ið jarpleita hárið um hnakkann var teygt
                úr hringum og snúið úr lið,
Og hæverskugríman að fullu ei féll
                ið fjörlega andlitið við.
Hún leit út sem náttúran fríhendins fyrst
                þar fram hefði stúlkuna leitt.
En venjan og guðræknin gert hana svo
                úr garði’ og í madömu breytt.


<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 01:44:57 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/aferdflugi/0048.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free