- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
414

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

414

UM ÍSLENDINGASÖGUR

ein sagan við, þar sem hin endar. Finnur Jónsson heldur
þvi, að sagan um Gunnar helming sje seinni tima
við-bót. Það finst mjer nokkuð vafasamt. Þátturinn af
Ög-mundi væri snubbóttur, ef ekkert væri sagt frá því,
hvernigfór firir Gunnari, sem skifti ifirhöfn við Ögmund
og leiddi með þvi frá honum ifir á sig gruninn um vig
Hallvarðs. Eflaust liggja hjer gömul munnmæli til
grund-vallar, og virðist ekki vera neitt á móti þvi, að þau hafi
frá uppliafi skeitt þessar tvær sögur saman. í sögunni um
Gunnar get jeg ekki fundið neitt það, sem sini, að hún
sje ingri enn sagan um Ögmund. Af því að
Vatnshirnu-brotið endar i miðjum þætti Ögmundar, verður nú ekkert
um það sagt, hvort Gunnarsþátturinn hefur staðið þar
lika, enn þó svo liefði ekki verið, þá væri djarft að ráða
af því, að þættirnir heirðu ekki saman frá upphafi. Efnið
i Gunnarsþættinum snertir als ekki Glúmu, og var full
ástæða firir þann, sem fljettaði Ögmundarþáttinn inn i
Glúmu, að sleppa Gunnarsþættinum, þó að frumrit hans,
liin sérstaka saga, hefði haft hann líkt og Ölafssagan.

Annars er erfitt að segja nokkuð ákveðið um aldur
hinnar sjerstöku sögu af þeim Ögmundi og Gunnari.
Lik-legast þikir mjer, að hún sje til orðin á siðari helmingi
13. aldar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0688.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free