- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
402

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

402

UM ÍSLENDINGASÖGUR

þeir Karl rauði, sonur lians, og Klaufi gengið þar mesí
fram. Þó segir sagan, að Þorsteinn hafi tekið þátt i
sið-asta bardaganum við Ljótólf sem hamhleipa og háð
þar einvígi i bjarnarlíki við gölt, sem liklega á að vera
Ásgeirr rauðfeldr (?). Sættirnar, sem á komust, standa
þó ekki lengi. Skip það, sem átti að flitja þá
Ásgeirs-sonu, vegendur Klaufa, utan, strandar i Fljótum, og
komast þeir bræður af og hverfa í álthaga sina til
Ljót-ólfs að Hofi og hitta svo á, að Ljótólfr er ekki lieima,
enn Skíði var firir búi. Ivarl rauði hefir fengið veður
af ferð þeirra bræðra og fer með flokk sinn að Hofi til
að taka þá bræður. Enn Skíði felur þá og vill ekki með
neinu móti segja til þeirra. Karl reinir að kúga liann
með þvi að hnita fótum hans í tagl hesti sínum og
lileipa siðan hestinum með manninn aftan i um
veg-leisur. Var hann illa leikinn eftir, hakan rifin og úr
tennur tvær og skarð í vör hans, enn ekki sagði Skíði
til bræðranna að heldur. Eftir þetta launar Ljótólfr
Skíða trúmenskuna með þvi að gifta honum Yngvildi
fögrkinn, og gefur hún sjálf samþikki sitt til þess, enn
þó með þvi skilirði, að hann skuli hafa filt skarðið i
vör sinni — þ. e. hefnt sin á Karli rauða — á 5 vetra
fresti. Þetta tekst Skiða. Nokkrum vetrum siðar gera
þeir Skiði og Ljótólfr firirsát firir Karli, og vegur Skiði
hann.

Eftir vig Karls rauða birjar nir þáttur i sögunni,
sem segir frá hefndunum eftir þá Karl rauða og Ivlaufa,
og mætti kalla hann þátt Karls ómála eða unga, þvi að
höfuðpersónan i þessum þætti er Ivarl ómáli eða ungi,
sonur Ivarls rauða, fæddur eftir dauða föður sins. Það
er liann, sem kemur fram hefndunum. Sagan er mjög
einkennileg og alt öðruvisi enn allar aðrar
hefndar-sögur i sögunum okkar. Frá blautu barnsbeini bir Karl
ifir hefndum. Hann hugsar ekki um annað enn að
hefna vígs Klaufa frænda sins og Karls föður sins. Og
til þess gerir hann sjer upp fábjánaskap og málleisi,
likt og Amlóði hjá Saxa gerir sjer upp vitfirring til að
geta i náðum komið fram hefndinni firir dráp föður

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0676.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free