- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
376

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

376

UM ÍSLENDINGASÖGUR

um Þórð, bróður Þorgeirs Ljósvetningagoða, enn
Land-náma ekki. Landnáma getur ekki um, að Arnórr i
Reikja-hlíð hafi átt fleiri sonu enn einn, Böðvar að nafni.
Þennan Böðvar þekkir Ljósvetningaþátturinn ekki, enn
aftur á móti telur liann Þorfinn og Hallvarð sonu Arnórs,
sem Landnáma getur ekki. Alt bendir þvi til, að
þáttur-inn hafi haft firir sjer sjálfstæðar munnmælasögur og sje
með öllu óháður Landnámu. Og ifir höfuð að tala hef jeg
ekki fundið neitt það í þessum þætti, er bendi til, að
höf-undur hans hafi þekt eða notað sltriflegar heimildir, sem
nú eru til, eða að ingri skriflegar heimildir hafi þekt eða
notað þáttinn.

2. Þáttur Sörla Broddhelgasonar virðist og vera alveg
óháður öðrum ritum, sem nú eru kunn.

3. Reykhverfingaþáttur skiftist i Ófeigs þátt og
Vöðu-brands þátt, enn er frá upphafi ein saga. Þar er framan
til rakin föðurætt ófeigs i Skörðum, sem vanalega er
kendur við móður sina og nefndur Járngerðarson. Þar
stendur svo i skinnhandritinu C: „Þá bjó Ófeigr
Járn-gerðarson i Skörðum. Önundr hjet faðir hans
Hrólfs-sonar Helgasonar liins magra". Guðmundur Þorláksson
heldur, að hjer hafi fallið einn liður úr firir framan
Hrólfssonar. Enn fult eins liklegt er, að Hrólfssonar sje
ritvilla firir Hrólfsson, sprottin af þvi, að Helgasonar
kemur á eftir, og að enginn liður hafi fallið úr. Á þeirri
skoðun var Eggert Brim.1) Ef vjer berum þessa
ættar-tölu saman við Landnámu, þá sjáum vjer, að
Land-náma getur um Hrólf, son Helga magra, og telur sini
hans, enn meðal þeirra er enginn, sem heitir Önundr,
og Ófeigs i Skörðum er als ekki getið i Landnámu. Eggert
Brím og Jón jjrófastur Jónsson liafa bent á það, að
Landnáma nefnir einn af sonum Hrólfs Helgasonar
Ey-vind, og að þessum 2 nöfnum Eyvindr og Önundr er
stundum ruglað saman i sögum. Vilja þeir koma
sög-unum heim þangað, að önnurhvor þeirra hafi ruglað
saman þessum 2 nöfnum og að Ófeigr hafi verið sonur

1) Tímar. III, 102.—104. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0650.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free