- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
371

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

LJÓSVETNINGA SAGA

371

miðju kafi, og er niðurlagið glatað, enn auðsjeð er, að
það hefur sagt frá þvi, að Greipr þræll hafi drepið
Þór-arin að undirlagi Eyjólfs. Sagan hleipur hjer alt í einu
aftur i tímann, þvi að þetta gerist á dögum Ólafs lielga,
enn deilur Eyjólfs við Ljósvetninga, sem sagan segir frá
næst á undan, gerast á dögum Haralds harðráða. Þetta
og það, að efnið stendur ekki i neinu samhandi við það,
sem á undan fer, sinir, að þessum kafla muni vera siðar
aukið aftan við söguna. Annars segir Fóstbræðra saga
lika frá þessu sama efni, enn svo eru miklar missagnir
í þeirri frásögn, að það er auðsjeð, að sögurnar eru hvor
annari óháðar, eins og jeg drap á við Fóstbræðra sögu.
Meðal annars eignar Fóstbræðra saga það Guðmundi
rika, enn ekki Eyjólfi sini hans, að hann liafi ráðið af
dögum Þórarin ofsa „á mannamóti í Eyjafirði",1) og er
sú sögn miklu hklegri sakir timatals.

Niðurstaðan verður þá sú, að Ljósvetninga saga, eins
og liún er til vor komin í C-handritunum, sje i
raun-inni safn af 4 ósamkinja sögum eða þáttum: 1.
Ljós-vetninga sögu, 2. Sörla þætti, 3. Ófeigs sögu og
Pæyk-hverfinga, og 4. Möðruvellinga sögu.

Þessa niðurstöðu staðfesta nú líka að nokkru Ieiti
leifar þær af sögunni, sem geimst liafa i A. Upphaf
sög-unnar aftur í 4. k. (21. línu) -— með öðrum orðum
Ljós-vetningaþátturinn að niðurlaginu undanskildu — hefurþar
geimst á 3 blöðum (á 1. bls. 1. blaðs er þó niðurlag
Gull-Þóris sögu). Þessi 3 blöð eru áföst á kjölnum við önnur
3 blöð, og birjar hið firsta þeirra í k. 13130, eða
framarlega i Guðmundar þætti rika. Þar á milli er eiða,
sem kemur af þvi, að blöð liafa tínst innan úr kverinu.
Nú eru skinnbókarkver sjaldan stærri enn átta blöð, og
er því líklegt, að blöðin, sem tínst hafa innan úr, hafi ekki
verið fleiri enn 2, sem auðvitað hafa verið áföst livort
öðru á kjölnum eins og hin 6, sem til eru. Nú má telja
sjálfsagt, að á þessum tindu blöðum hafi staðið niður-

1) Fóstbrs. K. G., 59 og 78. bls., Hauksbók 386. bls., Flat. II,
166. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0645.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free