- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
369

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

LJÓSVETNINGA SAGA

369

4. Þáttur af Guðmundi rika, segir first frá deiluin
Guðmundar við Þóri og vígi Þorkels háks út af illmæli
um Guðmund, siðan frá draumum og dauða Guðmundar.
Guðmundur Þorláksson gerir úr þessu 2 þætti, enn A. U.
Bááfh hefur sínt fram á það með Ijósum rökum, að þetta
er alt ein samanhangandi heild frá upphafi. Guðmundr
riki og kona hans eru lijer kint í upphafi þáttarins, eins og
Guðmundar væri ekki getið áður, og sama er að segja um
Einar bróður hans. Þar í upphafinu er og kintur Þórir
Helgason, sem ekki er nefndur áður, og Þorkell hákr,
sem er áður kintur lauslega i 1. þætti. Alt þetta bendir tii,
að þessi þáttur sje frá upphafi ekki í neinu sambandi við
þættina á undan, heldur óliáður þeim. Að vísu er efni
þáttarins að þvi leiti framhald af 1. þætti, sem hann segir
frá Þorlcatli liák og liefnd þeirri, sem Guðmundr kom
fram á liendur honum firir illmælið, og náði sjer þannig
niðri á honum firir þann ósigur, sem hann hafði beðið
firir honum og bræðrum hans og 1. þáttur segir frá.
Enn þó setur þessi 4. þáttur þessa hefnd Guðmundar ekki
í neitt samband við deilurnar í 1. þætti, heldur að eins við
illmælið, og alt annað efni þáttarins er alveg óháð 1.
þætti. í 1. þætti eru þeir Þorgeirr Ljósvetningagoði og
sinir lians höfuðpersónurnar, enn í þessum 4. þætti er
Guðmundr riki aðalmaðurinn, sem alt sníst um. Þessi
þáttur er sú eiginlega Guðmundar saga. Sumum
persón-um er lijer list nokkuð öðruvisi enn i þáttunum á undan,
eins og Bááth hefur bent á. T. d. kemur Guðmundr
hjer fram sem huglaus, enn á þvi ber ekki i firri
þátt-unum. Ófeigr i Skörðum kemur lirottalega fram,1) enn
stillilega og með gætni i firri þáttunum. Þetta bendir til,
að liöfundur að Guðmundar þætti sje ekki sami maður
og höf. þáttanna á undan.

5. Eyjólfs þáttur halta Guðmundarsonar er beint
áframhald af Guðmundarþættinum næst á undan, og eru
þessir þættir víst ein samanhangandi saga frá upphafi.
Það sjest á því, að i Guðmundarþættinum er sagt frá

1) Ljósv., k. 2121’38.

25

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0643.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free