- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
360

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

360

UM ÍSLENDINGASÖGUR

Glúmr ifir Ingólf.1) ÞaS er nú ef til vill nokkuS djarft
að álikta, að höfundur Glúmu liafi haft viðburð þennan
i huga, þegar hann samdi söguna um vig Iválfs á
Stokka-hlöðum. Enn merkileg tilviljun er það, að Jón Birnuson,
sem fiestir kendu vigið, átti einmitt heima á
Stokkahlöð-um, þegar Ilafr var veginn, enda er það fleira, sem
bendir til, að Glúmuhöfundur hafi haft samtiða viðburði
i huga, þegar hann sagði frá vigi Hlöðu-Iválfs.

Svo sem 10 árum áður enn Hafr ráðsmaður var
veginn, bjó Iválfr Guttormsson á Grund i Eijafirði, enn
Hallr Kleppjárnsson á Hrafnagili. Þar var mildll
fjand-skapur á milli þeirra, og ortu Hrafngilingar nið um
Iválf. í niðinu er orðaleikur dreginn af nafni Kálfs, og
er hann kallaður þar vetrungs efni (nautkálfur) og kusli,
sem er gælunafn Kálfs.2) Mjer þikir ekki óliklegt, að
þetta nið hafi gefið Glúmuhöfundinum, sem eflaust var
Eifirðingur, hugmindina til orðaleiksins hlöðukálfr —
Hlöðu-Kálfr. Þessi Kálfr á Stokkahlöðu er eflaust ekki
historisk persóna, heldur tilbúinn af höfundinum i þvi
skini, að gera orðaleik úr nafninu. Hann kemur alt i
einu fram i Glúmu eins og skollinn úr sauðarleggnum,
i 13. kap., og segir sagan engin deili á honum, og siðar
i sögunni er nefndur annar bóndi, Þórðr Hrafnsson, á
Stokkahlöðu, sem ekkert virðist eiga skilt við þennan
Kálf.

Mjer þikir þvi liklegt, að höfundur Glúmu hafi
aðal-lega sniðið söguna um vig Hlöðu-Iválfs eftir samtiða
við-burðum eifirskum, vigi Hafrs ráðsmanns á HrafnagiJi
og níðinu um Kálf Guttormsson. Jeg held ekki, að hann
hafi þekt frásögn íslendinga sögu Sturlu um þessa
við-burði, lieldur liafa þeir verið honum kunnir sem
Eifirð-ingi af eigin afspurn og reind. Hvort hann liafi auk þess
liaft söguna i Disciplina clericalis til hliðsjónar, læt jeg
ósagt. Ef þetta er rjett, þá er Glúma ekki samin fir enn
nokkru eftir 1222, að likindum um 1250. Á það bendir
líka orðfæri sögunnar.

1) Stui’lunga3 I, bls. 354—355, úr Isl. s. Sturlu Þórðarsonar. —

2) Sturlunga3 I, 293—1. ísl. s. Sturlu.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0634.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free