- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
350

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

350

UM ÍSLENDINGASÖGUR

að öllu samtöldu eflaust upphaflegri og betri texta af
sögunni enn Möðruvallabók, og er mikið mein, að ekkert
af pappirshandritunum skuli vera frá þeim texta runnið i
heild sinni, svo að nú er ómögulegt að filla hann, þar sem
brotin ekki ná til. Möðruvallabók liefur bersinilega stitt
söguna og felt úr það, sem ritaranum þótti ekki máli
skifta. Þáttur Ögmundar dytts, sem hefur staðið i
Yatns-hirnu, er þó eflaust siðari íauki, og er Möðruvallabók að
því leiti nær hinni upphaflegu sögu.

Vjer höfum sjeð, að sagan hefur verið talsvert fillri i
Vatnshirnu og skinnbrotinu i 445 C 4to enn í
Möðruvalla-bók, sem hefur stitt söguna. Einn atburður er i sögunni,
sem hún er ekki ein til frásagnar um, það er sagan um
bardagann á Vaðlaþingi, þegar Einarr þveræingr og
Guðmundr ríki bröktu Glúm niður firir melinn. Frá
þessu segir lika Landnámuhandritið Melabók (hin ingri),
og stiðja báðar lieimildirnar sögu sina með sömu
vísun-um, sem ortar voru við þetta tækifæri af Brúsa
Halla-sini, Einari þveræing og Glúmi, svo að auðsjeð er, að
hjer er um sama viðburðinn að ræða. Enn heimildunum
ber ekki saman um tilefnið til þessa viðburðar og greinir
lika á um sum atriði, se.m gerðust á þinginu, I Glúmu
segir svo frá tilefninu, að Klængr i Hrísei, sonur
Hris-eyjar-Narfa, frændi Víga-Glúms, hafi vegið mann út af
hvaltöku, sem nefndist Þorvaldr menni og bjó i Haga.
Til eftirmáls vóru þeir Þórarinn á Espilióli Þórisson og
Þórðr Hrafnsson á Stokkahlöðum, og fengu þeir Einar
þveræing í lið með sjer, enn Glúmr hlutdeildi málið af
hálfu vegandans, frænda síns. Ekki hjelt Glúmr þó
svör-um uppi á vorþingi, og varð Ivlængr þar sekur, enn þegar
sækjendur koma i Hrísei að heija fjeránsdóm, var Glúmr
þar firir með fjölmenni, og varð fjeránsdómur ekki
liáð-ur. Glúmr átti að helga haustþing að áliðnu sumri og
fór þangað i því skini, og þá var það, að honum lenti
saman við Einar og hans flokk og var hrakinn niður
firir melbrekkuna. Eftir Melabók heitir vegandinn
(ekki hinn vegni) Þorvaldr ór Haga Evjólfsson, enn hinn

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0624.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free