- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
336

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Finnboga saga ramma.

Hún liefur geimst aðallega i 2 handritum: í
Möðru-vallabók, hinu fræg’a skinnhandriti nr. 132 fol. i Árnasafni,
sem jeg hef oft minst á, skrifuðu um eða firir miðja 14.
öld, og í AM nr. 510, 4to, skinnbók frá 15. öld. Guðmundur
Þorláksson taldi þessa bók ritaða með sömu liendi og AM
431, 12mo, enn i þvi handriti nafngreinir ritarinn sig og
segist lieita „Jón strákur Arason", sem að öllum
likind-um er biskupinn frægi, sem siðar varð. Um það eru nú
allir á einu máli, að Jón biskup liafi skrifað þetta
siðar-nefnda handrit (431, 12mo) í uppvexti sinum, liklega um
1500, þegar liann var að námi á Munkaþverá lijá Einari
ábóta Benediktssini,1) og liandritið sker úr þeirri þrætu,
sem verið hefur um það, livort Jón biskup hafi kunnað
latinu, því að á þvi eru, auk Margrétar sögu, bænir til
lausnar jóðsjúkri konu bæði á latínu og islensku. Enn
liitt virðist ekki vera rjett, sem Guðbrandur Vigfússon
lijelt, að söguhandritið 510, 4to, sem meðal annars
inni-heldur Finnboga sögu, sje með sömu hendi. Iír. Kálund
kemst að alt annari niðurstöðu i skrá sinni ifir Arnasafn.
Þar segir, að 510 4to, sje mestalt með sömu hendi og
rímna-skinnbókin fræga i Árnasafni nr. 604, 4to, enn það
hand-rit er skrifað af manni, sem hjet Tómas, eftir því sern
ritarinn sjálfur segir. Má því kalla 510, 4to,
„Tómasar-bók".

Auk þessara tveggja höfuðhandrita af Finnl^oga sögu,
Möðruvallabókar og Tómasarbólcar, er til eitt blað á
skinni i AM 162 B fol. Textinn þar er ifirleitt stittri enn
i Möðruvallabók og Tómasarbók, enn af þvi að ekki er

1) Sbr. Jón Þorkelsson: Om Digtningen pa Island, 323—326. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0610.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free