- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
326

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

326

UM ÍSLENDINGASÖGUR

lofti og bera saman handleggi sína, og Þorsteinn spáir,
að sinir mjóu liandleggir muni hefna Grettis. Samt fer
Boer sjálfur meðalveg. Hann vinsar úr þættinum imsar
klausur, sem liann heldur að sjeu upphaflegar i sögunni,
og heldur, að öllu öðru sje siðar íaukið. Þessi
sundur-greining Boers er að minni higgju svo flókin og óeðlileg
og ber vott um svo mikið gjörræði, að hún getur ekki
verið rjett. Spesarþátturinn er ein samföst heild og
virð-ist vera eins mans verlc frá upphafi til enda. Það dugir
ekki að slíta úr lionum einstakar setningar út úr
sam-bandinu. Annaðhvort er hann allur siðari viðauki eða
allur upphaflegur i sögunni. Og að liið siðai’a sje rjett,
sjest á spádómi Þorsteins fir i sögunni, að hann muni
liefna Grettis. Riddarasögublærinn, sem óneitanlega er á
þættinum, er eðlileg afleiðing af þvi, að liann gerist suður
i löndum. Höfundur vildi auðvitað skreita frásögnina um
veru Þorsteins i Miklagarði með atvikum teknum úr
dag-legu lifi þar siðra. Það líf þekti liann ekki af eigin sjón
og var þvi neiddur til að taka sjer til firirmindar þau rit,
sem hann þekti og lionum þóttu líkleg til að lisa rjett
þessu lífi. Þess vegna gripur hann til þess þáttar
Haralds-sögunnar, sem gerist i Miklagarði, og tekur úr honum þau
atvik, sem liann gat notað. Enn Haraldsþátturinn náði
skanit, og þvi gripur hann til atvika úr riddarasögum,
sem lisa lífinu á meginlandi Evrópu, og priðir sögu sina
með þeim. Og á þessum grundvelli tekst honum með
ímindunarafli sinu að skreita liina einföldu
munnmæla-sögu um það, er Þorsteinn hefndi bróður sins, svo að úr
henni verður skemtilegt ástaræfintiri með riddarasögublæ.
Að visu notfærir höfundur sjer lijer alt aðrar heimildir
enn hann notar i meginsögunni, eins og eðlilegt er, enn
áður hef jeg sínt, að bann einnig í meginsögunni liefur
notað að minsta kosti eitt atvik úr riddarasögu, þar sem
hann segir, að 8 menn hafi ekki getað náð saxinu af
Gretti dauðum. Og aðferðin við samsetning þáttarins er
i rauninni alveg sú sama eins og liann beitir framar i
sögunni, þegar liann skapar Önundarþáttinn og
Fagra-skógaþáttinn úr hinum mögru frásögnum Landnámu og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0600.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free