- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
322

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

322

UM ÍSLENDINGASÖGUR

höfundur við og lætur hann heita eftir afa sínum Hjalta
landnámsmanni Þórðarsini skálps. Landnáma rekur ekki
ættina lengra niður enn til sona Hjalta eldra. Og alveg
eins stendur á Eiriki sini Hólmgöngu-Starra Eiríkssonar
landnámsmans i Goðlöndum. Landnáma rekur ekki ætt
Eiriks i Goðdölum lengra niður i karllegg enn til sona
hans, þar á meðal Hólmgöngu-Starra, veit ekkert um,
að Hólmgöngu-Starri hafi átt son, Eirik að nafni.
Hon-um bætir Grettluhöfundur við og lætur hann heita eftir
afa sinum.

Merkilegt er, að i þessu skagfirska höfðingjatali er
ekki talinn Hafr sá, er siðar kemur fram af hálfu allra
Skagfirðinga á Hegranesþingi og mælir firir griðum,
þegar Grettir kemur á þingið i dularbúningi og gengur
að leikum með Skagfirðingum. Hafr þessi er þó
bersini-lega i liöfðingjaröð, og i 72. k., þar sem sagt er frá þessu,
er liann ættfærður svo, að hann hafi verið „Þórarinsson
Hafrssonar Þórðarsonar knapps, er land liafði numit upp
frá Stíflu i Fljótum til Tunguár". Þessi ættartala er beint
skrifuð út úr Landnámu, að undanteknum Hafri
sjálf-um (ingra), sem Landnáma veit ekkert um. Honum
bætir Grettis saga við og lætur liann heita eftir afa
sín-um. Alt virðist vera á sömu bókina lært.

Líklegt er, að það liafi filgt munnmælasögninni, sem
höfundur fór eftir, að það liafi verið maður að nafni
Þor-björn öngull, sem að lokum varð Gretti að bana í Drangei.
Sagan lætur bann vera son Þórðar Hjaltasonar albróður
Hjalta, og læt jeg ósagt, hvort það hefur lika filgt
munn-mælunum eða er skáldskapur höfundar. Enn ekki likist
skaplindi Þorbjarnar önguls, eins og það kemur fram í
sögunni, göfuglindi og höfðingsskap Hjaltasona, sem
Landnáma lisir svo átakanlega.

.Teg lief þá sínt, livaðan sagan tekur hinar helstu
per-sónur, sem koma fram í þessum þætti. Hvað mikið af
þeim ævintirum, sem sagan segir frá veru Grettis i
Drangei, er tekið eftir munnmælum, og hvað er
tilbún-ingur höfundar, er erfitt að segja. Enn ein af þessum
sögum, sagan um Gretti og griðamálin á Hegranesþingi,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0596.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free