- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
302

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

302

UM ÍSLENDINGASÖGUR

firri alda. Saga Önundar er skáldsaga á sannsögulegum
grundvelli (historisk novelle).

Þá kemur i sögunni niðurlag forsögunnar, sem segir
frá sonum Önundar, einkum Þorgrimi hærukoll, afa
Grettis, og Ásmundi liærulang sini Þorgrims, föður
Grettis. Vel getur verið, að höfundur liafi þekt einhverjar
munnmælasögur um þessa jnenn, þvi að sagan er nú
komin lieim til Islands og nær dögum liöfundar, og als
ekki ólíkJ.egt, að einhver munnmæli liafi haldist við um
þetta efni, þangað til sagan var færð i letur. Landnáma
nefnir son Önundar Þorgeir flöskubak með viðurnefni,
enn Grettis saga ein segir frá tilefninu til auknefnisins,
að flugumaður lijó á lierðar lionum, enn leðurflaska,
sem hann bar á bakinu fulla af siru, varð firir högginu
og bjargaði lifi Þorgeirs. Þessi frásögn er als ekki
óeðli-leg, og líklegt, að liún sje tekin eftir munnmælum.
Visan, sem filgir sögunni, ber þó merki söguhöfundar
(vómr: sóm~). Sömuleiðis getur vel verið, að sagan um
bardagann milli Önundarsona og Flosa Eirikssonar úr
Trjekillisvik út af hvalrekum við Rifsker sje i
megin-atriðum tekin eftir munnmællum. Visan, sem filgir þeirri
sögu, gæti verið gömul, þó að orðmindin þessi f. sjá i
n. sg. fem. sje nokkuð grunsamleg. Sagan um tildrögin til
nafnsins Trjekillisvík, norska skipið, sem brotnaði i
Trjekillisvikinni og var smiðað upp og gert stittra og þá
nefnt Trékyllir, er tekin eftir Landnámu. Enn að
Aust-mennirnir af þvi skipi, þar á meðal Steinn stirimaður,
hafi tekið þátt i bardaganum við Rifsker, virðist vera
tilbúningur söguhöfundar.

Eftir deilurnar við Flosa flitur Þorgrímr norður til
Miðfjarðar, setur bú að Bjargi og gengur að eiga
Þór-disi dóttur „Ásmundar undan Ásmundargnúp, er numit
hafði Þingeyrasveit". Þetta um Ásmund er tekið eftir
Landnámu, enn Landnáma getur alls ekki um mægðir
Þorgrims við hann, og þær eru eflaust tilbúningur
höf-undar. Af því að Þorgrimr átti son, sem lijet Ásmundr
(hærulangr), liefur höfundur ráðið, að tengdafaðir hans,
afi Ásmundar, hafi heitið sama nafni, enn nú vildi svo vel

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0576.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free