- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
283

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

ÞÓRÐAR SAGA HREÐU

283

ist það tekið eftir Landnámu,1) þó að Ólafar sje þar ekki
getið, enn ekki virðist B-söguhöfundur hafa neina
hug-mind um, að þessi Hrolleifr, faðir Ólafar, var illmennið,
sem vó Ingimund gainla.

Þrátt firir allar íkjurnar er sagan rituð af talsverðu
fjöri og ekki óskemtileg aflestrar. Orðstefin eru oft fremur
smellin, enn stundum eru þau tekin eftir eldri sögum, t. d.
eru orð Skeggja á 20. hls. „rýta mun göltrinn, ef grísinn
er drepinn" sniðin eftir orðum Ragnars i Ragnars sögu
loðhrókar, 15. k., „Gnyðja mundu grísir, ef þeir vissi hvat
hinn gamli þyldi". Uppistaðan er nokkurn veginn samföst.
Sá þráður, sem lieldur henni saman, er frásögnin um
af-stöðu Þórðar við Eið fóstra sinn og Skeggja föður hans.
Þessi þráður bindur söguna sterkum böndum við
Mið-fjörð. Hún gerist að vísu að nokkru leiti i Skagafirði og
er að þvi leiti eins dæmi meðal Islendingasagna. Enn
samband liennar við Skagafjörð er lausara enn við
Mið-fjörð. Höfundur er gagnkunnugur eigi að eins i Miðfirði
og þar í greiid i Húnavatnsþingi heldur og i Skagafirði og
jafnvel norður i Eijafirði, og einkum þekkir hann vel
fjallvegina milli þessara þriggja lijeraða, Vatnsskarð og
Öxnadalsheiði. Höfundur gæti sakir kunnugleikans vel
verið Skagfirðingur, enn líldegast þikir mjer þó, að sagan
sje til orðin á aðalstöðvum sinum, i Miðfirði eða þar í
grend.

Niðurlagsorð um báðar sögurnar. — Vjer höfum
sjeð, að báðar sögurnar eru að mestu leiti
skáld-skapur, sem höfundarnir liafa tekið frá eigin brjósti,
enn ekki eftir munnmælasögum, enda staðfestist sú
niður-staða við liinar miklu missagnir milli sagnanna, sem áður
er bent á. Hins vegar höfum vjer sint, að báðum sögunum
er sameiginlegur dálitill kjarni, sem hvor höfundur um
sig hefur spunnið sina sögu utan um, og að þessi kjarni
getur ekki verið tilbúningur höfundanna, heldur hafa þeir
hvor um sig tekið liann eftir munnmælasögum, sem hafa

1) Útg. 1843, III 10, bls. 199—200.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0557.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free