- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
275

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

ÞÓRÐAR SAGA HREÐU

275

15. öld, sem enn hefur lítt verið notað. Upphafið stendur
i AM 551 d p 4°, frá birjun 15 aldar, enn það þrítur á
12. bls. í útg. Halldórs Kr. Friðrikssonar. Náskilt því
handriti er pappirshandritið nr. 139 fol., skrifað af Jóni
Erlendssini, og er sagan þar heil. Auk þess er sagan i AM
471 4° og 486 4°, skinnhandritum frá 15. öld, enn i bæði
þessi handrit er gloppa i miðri sögunni. Þá eru og tvö
skinnhandrit i konungsbóklilöðunni i Kaupmannahöfn
(Ny kgl. saml. 1147 fol. og Gl. kgl. saml. 1003 fol.), enn
þau eru bæði frá 17. öld. Auk þess eru til pappirshandrit
af sögunni í AM 554 h /? 4°, skr. af Katli Jörundssini, o.
fl., sem jeg liirði ekki að telja. Þvi miður er sem stendur
ekki unnt að átta sig á afstöðu þessara handrita, þvi að
ná-kvæma útgáfu vantar.1)

Ef vjer nú first hreinsum A-söguna af því efni, sem
pappirshandritin hafa skotið inn i hana úr B-sögunni, og
berum svo báðar sögurnar saman, þá er ljóst, að þær eru
svo ólíkar bæði að efni og orðfæri, að þær geta með engu
móti verið runnar frá einni og sömu skriflegu heimild.
Að visu er ekki til nema upphaf og endir k A-sögunni,
þvi að allur miðkafli þeirrar sögu er glataður. Enn það
lítið, sem til er af lienni, virðist vera nóg til að sanna, að
hún hefur verið gagnólik B-sögunni, einnig í
miðkaflan-um. K. Maurer liefur i ritgerð sinni: „Die
quellenzeu-gnisse iiber das erste landrecht und uber die ordnung der
bezirksverfassung des islándischen freistaats" rakið mjög
greinilega það sem sögunum ber á milli. T. d. hefur
B-sagan ekkert tilsvarandi til 1. kap. i A-sögunni.
1 2. k. segja báðar sögur frá Þórði eldra, föður
sögukappans, enn það ber á milli, að B veit ekkert
um, að sá Þórðr liafi líka heitið að auknefni hreða og
siðan verið nefndur Hísingarskalli, ekki heldur, að hann
liafi gengið á hólm við Bárek berserk Brenneyjarfaxa og

1) [Til A-sögunnar er hjer á eftir vitnatS eftir útg. Guöbrands
Vigfússonar (Nordiske Oldskrifter XXVI), til B-sögunnar eftir útg.
Halldórs Kr. Friðrikssonar (Nord. Oldskrifter VI). Útg.]

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0549.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free