- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
259

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

BANDAMANNA SAGA

259

sameiginlegt. Jeg legg ekki svo mikla áherslu á það, að
gerðunum heri saman um helstu atburði sögunnar og
allan gang viðburðanna. Slikt gat lengi geimst nokkurn
veginn óbreitt i munnlegri sögusögn. Enn jeg legg
á-herslu á það, að imisleg einkennileg aukaatriði, sem
snerta form frásagnarinnar og búning liennar, hafa
geimst svo að segja óbreitt i báðum gerðum. Jeg tel það
alveg óhugsandi, að slik og þvilik aukaatriði, sem eklíi
beint skifta máli, geti geimst óbreitt i munnlegri
frá-sögn. Jafnóðum og sagan gengur munnlega mann frá
manni, frá einum viðtakanda til annars, hlitur hver nir
viðtakandi að setja sitt persónulega mark á þess konar
aukaatriði, er hann endurtekur söguna, og svona ganga
breitingarnar koll af kolli. Jeg á lijer einkum og sjer i
lagi við samtöl sögunnar, sem eru eitt hið fegursta
skraut sögunnar. Að visu þikir mjer það ekki svo
mikið tiltökumál, þó að viðtöl Ófeigs karls við
höfð-ingjana á þingi og seinna Egils við bandamenn sina
sjeu nokkurn veginn eins i báðum gerðum, þvi að þessi
samtöl snerta svo mikið aðalefni sögunnar, að ekki er
alveg óhugsandi, að þau hafi varðveitst svo að segja eins i
verulegum atriðum, og eru þó samtölin grunsamlega lik.
Enn liitt gegnir meiri furðu, að óveruleg samtöl, sem
litið eða ekki snerta aðalefnið, skuli hafa lialdist svo að
kalla óbreitt i tveimur munnlegum gerðum. Þessi
sam-töl eru:

1. Viðtal Óspaks við Odd, er hann biður Odd taka sig
til vistar M (Heusler) 2932, 30» = K (Cedersch.)

929-35

2. Viðtal Odds við Ospak M 31 =’ K 325"3o. Oddr
biðr Óspak taka við goðorði sinu.

3. Svar Þórarins goða við bónorði Óspaks M 3218"23 =
K 412"15 (þar er i K ritvillan umboð f. upp bú).

4. Samlal Odds og Vala um geldingahvarfið, sem er
eignað Óspaki M 349"25 = K 514 ^ (þar er i K
rit-villan helzt f. hætt).

5. Samtal Vala og Óspaks M 3434_352^ = K 5^3—616.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0533.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free