- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
234

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

234

UM ÍSLENDINGASÖGUR

band milli sagnanna, annað enn það, að likt efni skapar
lika frásögn, enn óneitanlega stiður Eyrbyggja bjer
frá-sögn Fms.-þáttarins, að hann sje upphaflegri enn frásögn
hinnar sjerstöku sögu.

Niðurstaðan af þessum samanburði milli handrita
sögunnar verður þá, að hinn upphaflegi texti Hallfreðar
sögu verður ekki fundinn nema með nákvæmum
saman-burði þeirra allra. Stundum finst hann i M, einkum á
þeim stöðum, þar sem sá maður, sem hefur skeitt söguna
inn i hina löngu Ólafs sögu, hefur vikið við textanum til
að laga Hallfreðar sögu eftir öðrum sögnum, sem liann
hafði firir sjer, sjer i lagi i frásögnina um hina firstu
við-kinning Hallfreðar við Ólaf, því að þar verður hann að
koma að öðrum sögum, t. d. frásögn Laxdælu um
viður-eign Kjartans við Ólaf konung, þar verður að treista
betur hinni sjerstöku sögu. Enn mjög oft finst hinn
upp-haflegi texti í Flat. og Fms, þar sem þær eru samliljóða,
og stundum i Fms. einum, þar sem bæði Flat. og M hafa
breittan og aukinn texta. Og ifirleitt higg jeg, að
Fms.-textinn standi viðast næst hinni upphaflegu sögu. Þó ber
þess að geta, að Fms.-textinn sleppir sumu, sem er
upp-haflegt i sögunni, t. d. sumum af hinum klúru vísum
Hall-freðar um Gris og Kolfinnu, enn það er beint tekið fram,
að slikar visur sje eigi þörf á að rita, sem sinir, að þessu
er slept af ásettu ráði. Merkilegt er, að bæði Fms. og
Flat. sleppa sögunni um það, er filgja Hallfreðar birtist
honum rjett firir dauða lians, sem geimst hefur i hinni
sjerstöku sögu. Þeim klerki, sem skeitti Hallfreðar sögu
inn i Ólafssöguna, liefur auðsjáanlega þótt of heiðinglegt
bragð að þessari sögu.

Hallfreðar saga er að því leiti lik Ivormáks sögu, að
vísur söguhetjunnar eru sá kjarni, sem sagan er að miklu
leiti spunnin utan um, enn þó ber hjer minna á kjarnanum
og meira á liinni sundurlausu frásögn enn i Ivormáks
sögu. Visur Hallfreðar, sem sagan tilfærir, virðast flestar
vera rjett feðraðar, og eru margar af þeim mjög
merki-legar, af þvi að þær sina svo glögt, hvernig heiðnin og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0508.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free