- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
232

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

232

UM ÍSLENDINGASÖGUR

textanum hefur liingað til ekki verið nægilega mikill
gaumur gefinn. Það er mikið mein, að einmitt sá texti
hefur, að þvi er virðist, ekki verið gefinn út með nógu
rækilegum samanburði handritanna.1) Vjer höfum og
sjeð, að Flat.-þátturinn og hin sjerstaka saga minda að
nokkru leiti flokk sjer gagnvart Fms.-þættinum.

Hins vegar er það mart, sem er sameiginlegt með
þáttunum i Fms. og Flat., þar sem liin sjerstaka saga
hefur annan texta. Sumstaðar stafar það af þvi, að ritari
M hefur afbakað textann með þvi að fella úr orð, sem
geimst hafa í Flat. og Fms. T. d. þar sem talað er um,
að þeir sveinarnir Óttarr og Ávaldi leita hælis hjá Galta,
móðurbróður Óttars, stendur svo í M: „Síð dags kómu
þeir til Galta móðurbróður Óttars ok settust útarliga.
Galti gekk at þeim ok spurði, hverir þeir væri. Óttarr
sagði satt til þeira. „Þá er skaplig kváma ykkar", segir
Galti, „ok gangit til sætis". Þetta siðasta er undarlegt,
þar sem áður var sagt, að þeir hefðu „sezt útarliga", enn
á þeim stað hafa Flat. og Fms.: „ok settust útarliga
i hálm", og verður þá alt eðlilegt. M hefur ranglega slept
orðunum i hálm. Áður enn Hallfreðr tekur kristni, kemur
hann eitt sumar með fleiri heiðnum mönnum frá íslandi
á skipi sinu til Agðaness, og frjetta þeir þar, að Hákon
jarl sje dauður, enn Ólafr Tryggvason hafi tekið riki.
Þeir lieita þá, eftir þvi sem Fms. og Flat. segja, á goðin, að
þeir skuli gefa Frey fje mikið og 3 sálda öl, ef þeim gefi
i burtu til Sviþjóðar, enn Þór eða Óðni, ef þeim gefi til
íslands. M sleppir hjer úr hinum einkennilegu orðum olc
3 sálda öl, sem eflaust eru upphafleg. Fleiri dæmi þessu
lik gæti jeg talið. Það er rjett, sem Guðbrandur
Vigfús-son segir, að Flat. og Fms. eru ifirleitt orðfleiri enn M,
enn þetta, sem jeg hef tekið fram, nægir til að sina, að
það eru ekki altaf Flat. og Fms., sem auka frásögnina
með málalengingum, heldur kemur það lika stundum firir,

1) [Nákvæmur samanburður þessara handrita er í bók W. van
Eedens, De overlevering van de Hallfreðar saga, Amsterdam. Utg.]

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0506.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free