- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
217

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

KORMÁKS SAGA

217

afi Þorvalds tinteins, því að eftir Landnámu er Eysteinn,
faðir Tinteins, einn af Eilífssonum. AS ættin liafi verið
rik og i miklum metum, sjest á þvi, að sonur Eilifs,
Þjóðólfr, er nefndur goði að Hofi á Skagaströnd i
Húna-vatnsþingi, og að hún mægist við Vatnsdæli i
Húnavatns-þingi, Höfðamenn i Skagafirði og Eyfirðinga i
Vaðla-þingi. Alt þetta veit Kormáks saga auðsjáanlega ekkert
um, því að hún segir að visu, að ættin hafi verið
fjöl-menn, enn bætir þvi við, að hún liafi liaft „litla
mann-heill". Það hefði höfundurinn ekki sagt, ef liann hefði
þekt Landnámu. Auk þess kemur liún beint i bága við
Landnámu, að þvi er Þorvarð snertir, bróður Tinteins.
Hún þekkir ekki aðra bræður Tinteins enn þennan
Þor-varð. Landnáma telur aftur á móti tvo bræður Tinteins,
Örn i Fljótum og Þorstein heiðmenning, enn getur ekki
Þorvarðs. Það eina, sem kemur heim við Landnámu, er
það, að bróðirinn bir i Fljótum. Þetta nægir til að sina, að
Kormáks saga og Landnáma eru hvor annari óháðar, og
fleira er því til sönnunar, sem of langt irði að fara út i.
Landnáma minnist að vísu á einum stað á Kormák og ber
saman við Kormáks sögu um, að móðir lians hafi verið
Dalla, dóttir Önundar sjóna, sistir Steinars, enn þessi
staður i Sturlubók og Hauksbók er tekinn eftir Egils sögu
og hefur ekki staðið í hinni uppliaflegu Landnámu. Ekki
virðast lieldur Egils saga og Kormáks saga eiga neitt skilt
livor við aðra. Egils saga getur að visu Kormáks og ber
saman við Kormáks sögu um nöfn foreldra lians, enn það
ber á milli, að Egils saga segir, að faðir Ögmundar, föður
Kormáks, liafi lieitið Galti, enn Kormáks saga nefnirhann
Kormák. Nú gæti þetta að vísu komið heim, ef Ivormákr
þessi hinn eldri, afi Kormáks skálds, hefði haft auknefnið
galti.1) Enn missögnin bendir til, að sögurnar muni vera
hvor annari óháðar, og því til stirkingar er það, að Egils
saga drepur ekki einu orði á hólmgöngu Steinars við
Bersa, sem Kormáks saga segir frá, nje Kormáks saga á
deilur Steinars og Þorsteins Egilssonar, sem Egils saga

1) Sbr. Snœbjörn galti Landn, Þorsteinn galti Sturl.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0491.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free