- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
194

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

90

UM ÍSLEN’DINGASÖGUR 194

Þó að Heiðarvígakaflinn beri það með sjer, að
böf-undur þessa kafla hefi verið nákunnugur i
Húnavatns-þingi, og allar likur sjeu til, að höfundur Styrskaflans
hafi verið nákunnugur i Borgarfirði og við Breiðafjörð,
þá sannar það als ekki, að lijer sje um 2 höfunda að
ræða, annan húnvetnskan, hinn borgfirskan eða
breið-firskan, þvi að ekkert er þvi til firirstöðu, að sami maður
hafi verið jafnkunnugur á báðum aðalstöðvum
sögunn-ar. Og að svo liafi verið, að sá maður, sem samdi
Heið-arvigakaflann, liafi verið gagnkunnugur að minsta lcosti
i Borgarfirði, það sínir Heiðarvígakaflinn sjálfur,
sjer-staklega i frásögninni um reið Barða og fjelaga hans á
Gullteig og þaðan aftur og um eftirreið Borgfirðinga
eftir honum. Hjer er öllum staðháttum list svo
nákvæm-lega, að það er auðsjeð, að höfundur hefur þekt svo að
segja liverja þúfu og vitað rjett afstöðu allra þeirra
liæja, sem hann nefnir, af eigin sjón. Af kunnugleika þess
mans, sem hefur skrifað Styrskaflann, um Borgarfjörð
og Breiðafjörð, verður þvi með engu móti dregin sú
áliktun, að sá kafli sje eftir annan mann enn
Heiðarvíga-kaflinn eða að þessir tveir kaflar sjeu ekki frá upphafi
ein söguheild, rituð af sama manninum.

Hins vegar eru báðir þessir kaflar ein samfeld keðja
af viðburðum, sem leiðir hvern af öðrum. í firri
kafl-anum er víg Styrs afleiðing af vigi Þórhalla og vig
Þorsteins Gislasonar afleiðing af vigi Styrs. Af vigi
Þor-steins leiðir aftur víg Halls Guðmundssonar — hjer eru
samskeitin á milli kaflanna, — og af vigi Halls leiðir
aftur alla sögu Heiðarviganna í siðari kaflanum, sem
endar á að skira frá afleiðingum Heiðarviganna,
eftir-málunum eftir þá, sem fjellu, utanferð Barða og fjelaga
hans og dauða Barða. Þessi óslitni orsakaþráður er það,
sem gerir uppistöðuna i Heiðarviga sögu svo fullkomna
og bláþráðalausa, og liann sinir betur enn nokkuð
ann-að, að öll sagan, báðir kaflarnir, er ein heild frá
upp-hafi. Það raskar ekki þessu, þó að níir menn,
Norðlend-ingarnir, komi til sögunnar i birjun Heiðarvigakaflans,
með þvi líka að imsir af þeim gömlu, sem Styrskaflinn

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0468.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free