- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
184

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

90

UM ÍSLEN’DINGASÖGUR 184

þegar liann reindi að rifja upp efnið i Heiðarvíga sögu,
þvi að liætt var við, að hann blandaði saman sögunum,
með þvi að efnið var likt. Yjer getum þvi búist við, að
mart sje likt frásögn Eyrhyggju hjá Jóni, enda er það
svo einkum i lising liinna smávægilegri atvika t. d. i
samtali Vermundar og Hákonar jarls, þegar jarlinn
lætur loks tilleiðast að gefa honum berserkina o. fl.,
og er ekki óliklegt, að frásögn Jóns hafi á slikum
stöð-um dregið dám af Eyrbyggju. Enn þó verður að gæta
þess, að Eyrbyggja vitnar i Heiðarviga sögu og hefur
notað hana, og gæti verið, að likingar þær, sem jeg nefndi,
stöfuðu af þvi, að Eyrbyggja hefði þar farið eftir
Heið-arviga sögu og frásögnin því orðið keimlík i báðum
sögunum. Þetta verður þvi altaf nokkrum vafa bundið.
Enn hitt er víst, að sumt í „inntaki" Jóns kemur beint í
bága við Eyrbyggju. Meðal annars segir Jón, að Halli
hafi lagt liug á dóttur Vermundar, enn Leiknir á Ásdisi
dóttur Styrs, enn Eyrbyggja segir, að Halli liafi first
beðið Vermund fá sjer sæmilegt kvonfang og" siðar lagt
bug á Ásdísi, dóttur Styrs, enn getur Leiknis livergi við
nein kvennamál. Af þvi að Jón liafði Eyrbyggju firir
sjer, má ganga að því visu, að liann liafi verið sjer
með-vitandi um þessar missagnir og aðrar smærri, enda
tekur liann það beint fram neðanmáls á tveim
stöð-um, þar sem hann segir frá ástamálum berserkjanna, að
Eyrbyggja segi öðruvisi frá. Vjer getum þvi ekki efast
um, að Jón greini rjett missagnir þær, sem liann tekur
fram, enn á liinu gæti verið efi, livort missagnirnar liafi
ekki verið fleiri enn þær, sem Jón greinir.

Þá kemur kaflinn, sem Jón þikist muna best, um
víg Styrs með aðdraganda og afleiðingum, vigi Þorsteins
Gislasonar. í Eyrbyggju er sagt lauslega frá vigi Stvrs
og" deilum Snorra út af því við Borgfirðinga. Virðist sögn
Eyrbyggju ekki vera annað enn stuttur útdráttur úr
Heiðarviga sögu og staðfestir i aðalatriðunum útdrátt
Jóns. í niðurlagi þessa kafla segir Jón frá þvi, að
Borg-firðingum fjell það svo illa, að Snorri skildi hafa
dval-ist i búfjárhögum í hjeraðinu eftir vig Þorsteins og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0458.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free