- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
166

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

90

UM ÍSLEN’DINGASÖGUR 166

livor annan. Saga þessi er fjarska svipuð sögunni, sem
Glúma segir um þá frændur og fóstbræður Arngrim
Þorgrimsson og Steinólf Arnórsson, sem Oddbjörg
far-andkona spáði, að mundu berast á banaspjót, og gekk
það eftir, enn þó virðist hvor sagan óháð annari.
Þátt-urinn stendur i þvi einu sambandi við efnið i Fóstbræðra
sögu, að rjett áður enn þeir Eyjólfr og Þorgeirr
hóf-leysa vega hvor annan, gerist sá firirburður, að
bræð-urnir Iválfr og Steinólfr sjá Þorgeir Hávarsson
aftur-genginn og menn þá, sem með honum vóru vegnir, ganga
alblóðga að þeim stað, þar sem vig þeirra Ej’jólfs og
Þorgeirs hófleysu gerast siðan við Garpdalsá, og hverfa
þar sínum.1)

Báðir þessir þættir, um Helga hvita og þá Evjólf
fóstbræður, standa i öllum handritum sögunnar, og sje
jeg enga ástæðu til að útiloka þá úr frumsögunni eða
skoða þá sem siðari iauka. Þess eru nóg dæmi fir og
siðar i bókmentum íslendinga, að þeim hættir til að
gera „útúrdúra" frá efni því, sem þeir fara með, ef þeim
dettur í hug einhver fróðleikur, sem þeir vilja skira
lesendum sínum frá, og islenskir höfundar eiga i þessu
sammerkt við liöfunda annara þjóða.

Af mannlisingum sögunnar ber mest á lisingum
fóst-bræðranna Þormóðs og Þorgeirs. Sagan filgir þeim frá
upphafi til enda, i firri hlutanum meira Þorgeiri,
þang-að til hann er veginn, i síðari lilutanum Þormóði, og er
þó sá partur sögunnar lilca um Þorgeir, þvi að hann
segir aðallega frá liefnd þeirri, sem Þormóðr tók eftir
liann. Flestar aðrar persónur koma aðeins við litinn
kafla sögunnar, þeim bregður að eins firir i svip, og
eru fljótt úr sögunni.

Þeim fóstbræðrum er snildarlega list, og þö eru þeir
mjög ólíkir. í Þorgeiri kemst berserkseðlið á sitt hæsta
stig". Hreisti hans er óviðjafnanleg og hugpríðin engu
siður. Sagan segir frá því, að hann kunni ekki að hræð-

1) Fóstbrs. KG., 50. og 59,—60. bls. (Hb.); 71. og 78,—80. bls.
(Flt. II 167).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0440.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free