- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
161

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

FÓSTBRÆÐRA SAGA

161

bræðra sögu við Ólafssögurnar. Hin upphaflega
Fóst-bræðra saga hefur verið gersamlega óliáð öllum
Ólafs-sögum. Ólafs saga hin elsta og Ólafs sögur Snorra
virð-ast sömuleiðis vera alveg óháðar Fóstbræðra sögu.
Aft-ur á móti hefur helgisagan haft Fóstbræðra sögu til
liliðsjónar og lagað eftir henni einstök atriði. Um Flat.
vitum vjer, að hún hefur i Ólafs sögu sinni haft firir sjer
Ólafs sögu Snorra og Ólafs sögu Styrmis og fljettað inn
i sina Ólafs sögu nálega alla Fóstbræðra sögu eftir
hand-riti, sem á stöku stað virðist hafa verið fillra og betra
enn þau handrit hinnar sjerstöku Fóstbræðra sögu, sem
vjer nú liöfum. Menn verða því að hafa Flat. til
lilið-sjónar við texta sögunnar, enn þó að hún hafi sumstaðar
betri texta enn Hb., þá raskar það ekki þeirri
niður-stöðu, sem vjer liöfum áður komist að, að Hb. er ifirleitt
frumlegasta handritið, það sem hún nær.

Um aldur sögunnar má nokkuð ráða af einum stað i
henni, þar sem segir, bæði i M og Flat., að þilin i
skál-anum á Reikjahólum, sem þeir Vegglágr og Þorgeirr
smiðuðu, liafi haldist alt til þess, er Magnús biskup var
að staðnum i Skálholti hinn siðari.1) Hjer er átt við
Magnús Gizurarson, sem var biskup 1216—1236. Hb.
breitir þessu þannig, að skálinn liafi staðið enn, er Árni
biskup hinn siðari (Helgason) var vigður til Skálholts,
eða til 1304, og lisir skálanum nánar2), og er auðsjeð,
að Haukr hefur breitt þessu, af þvi að liann sjálfur
hefur sjeð skálann eða haft afspurn af honum á sinum
dögum. Það liggur i augum uppi, að M og Flat. hafa hjer
haft firir sjer c. 80 árum eldri texta enn þann, sem
stend-ur i Hb. Af þessu má að minsta kosti ráða, að sagan
muni ekki vera mikið ingri enn frá 1236, og ef þessi orð
eru upphafleg i sögunni, getur hún ekki verið eldri en
frá 1216. Finnur Jónsson efast um, að þau sjeu
upp-hafleg, og heldur, að maður, sem afskrifaði söguna á

1) Fóstbrs., KG„ 44. bls„ Flat., Óh. 119. k. (II 157. bls.). — 2) „Hann
er 19 álna ok 40 álna langr; hann stóð enn er Árni biskup enn
sið-ari var vigðr til Skálaholts; hann er þiliðr um endilangt", Hb. Fóstbrs.
KG., G7. bls.

11

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0435.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free