- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
155

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

FÓSTBRÆÐRA SAGA

155

Storms um, að liin elsta Ólafs saga liafi notað
Fóst-bræðra sögu, og verður þvi ekki af aldri elstu sögunnar
dregin nein áliktun um aldur Fóstbræðra sögu. Annars
er fróðlegt að sjá, hvernig Flat. fer með þessa sögu um
liina firstu samfundi Þormóðs og Ólafs. Hún eikur þar
inn sögu, sem stendur siðar i lielgisögunni (i 88. k.),
um það, að konungur hafi spurt Þormóð, hve mörg
víg liann liafi vegið, og Þormóðr svarað með visunni
„Sex hefk alls siz uxu." Þessi vísa með tilheirandi sögu
hefur eflaust frá upphafi staðið i hinni elstu Ólafs sögu,
enn hún finst hvergi í hinum sjerstöku Fóstbræðra
sögum. Loks má sjá, að Flat. hefur Iijer haft firir sjer
Fóstbræðra sögu, þvi að hún endar frásögnina um firstu
fundi þeirra konungs með þvi að tilfæra sömu vísuna
sem stendur i M og Hb., þar sem þær segja frá firstu
samfundum þeirra („Þarf sá er þér skal hvarfa"). Þessi
vísa stendur annars ekki i neinni Ólafs sögu.1) Lika
birjar Flat. sina frásögn á þvi, að Þormóðr hafi farið
utan í Vaðli eftir vig Þorgeirs, og er það tekið eftir
Fóst-bræðra sögu.2)

Fleiri eru sagnir um Þorxnóð i Flat. enn þær, sem
nú vóru greindar, er rekja má til Ólafssagnanna. Því
miður er hin elsta Ólafs saga ekki til samanburðar
nema um söguna um veru Þormóðs hjá Knúti og firstu
samfundi hans við Ólaf konung. Að þeirri sögu
undan-skildri finst ekkert um Þormóð í þeim fáu brotum, sem
geixnst liafa af elstu sögunni, nema Iivað þess er getið
lauslega, að hann hafi ásamt fleirum nafngreindum
mönnum filgt konungi í úllegð lians, austur i Garðaríki.
Enn i helgisögu Ólafs eru imsar greinir um Þormóð, sem
liklegt ex% að staðið liafi í elstu sögunni og sjeu þaðan
komnar inn i helgisöguna. Ein af þessum greinum
geng-ur þó frá. Helgisagan segir i 62. k., að Þormóðr liafi eftir
áskorun Ólafs konungs ort visuna „Geisli stendr til
grundar" um mind af Sigurði Fáfnisbana og Fáfni, sem

1) Sbr. Flat. II, 202.—203. bls. við Fóstbrs. KG, 58.-59. bls. og
77.-78. bls. — 2) Fóstbrs., KG., 58. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0429.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free