- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
133

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

HÁVARÐAR SAGA

133

Melabók ingri) bræður Bjargeyjar, Haligrím og
Gunn-ar.1) Hjer er Hávarðar saga i mótsögn við Landnámu,
þvi að Hávarðar saga nefnir bræður Bjargeyjar, þá
Yal-brand á Valbrandsstöðum, Þorbrand á
Þorbrandsstöð-um og Ásbrand á Ásbrandsstöðum. Hjer kemur fram
hið firsta dæmi þess, sem er svo einkennilegt firir
Há-varðar sögu, að hún ruglast i mannanöfnum og
sömu-leiðis i örnefnum. Bæirnir Valbrandsstaðir,
Þorbrands-staðir og Ásbrandsstaðir eiga að liggja við
Isafjarðar-djúp, enn enginn þeirra þekkist annars fir eða siðar.
Söguhöfundurinn virðist hafa munað óglögt föðurnafn
Bjargeyjar, Valbrandr, enn gerir liann að bróður
lienn-ar (sbr. Hauksbók) og bir svo til eftir þvi nafni nöfn
hinna bræðranna og skírir eftir þeim bústaði þeirra.
Landnámu er miklu betur trúandi um nöfn bræðranna.

Ólafr bjarnylr vex upp hjá foreldrum sínum og er
hið besta mansefni, allra manna sterkastur og best
vígur, enn jafnan góðviljaður og hjálpfús við nágranna
sina. Á Laugabóli, næsta bæ við Blámiri, bir
höfðing-inn Þorbjörn Þjóðreksson, ójafnaðarmaður hinn mesti.
Sagan ættfærir hann ekki nánar, þar sem hún nefnir
hann i upphafinu, enn af Landnámu vitum vjer, að
Þjóðrekr, faðir Þorbjarnar, bjó i Saurbæ (i Dalasíslu)
og var Sleitu-Bjarnarson, og að bræður Þorbjarnar
hjetu Viga-Sturla, Knöttr og Þjóðrekr. Landnáma
get-ur þess,2) að Þjóðrekr faðir Þorbjarnar hafi flutt úr
Saurbæ til ísafjarðar (= Isafjarðardjúps) og að þar
gerist saga þeirra Þorbjarnar og Hávarðar hins halta.
Þessi tilvitnun virðist þó ekki hafa staðið i Melabók
eldri, sem hjer er til hliðsjónar (32. k.). Siðar i Hávarðar
sögu eru nefndir bræður Þorbjarnar, og kemur það
ekki heldur heim við Landnámu, þvi að sagan nefnir
aðeins Sturlu af þeim, sem Landnáma nefnir, getur
ekki Þjóðreks nje Knattar, enn telur i stað þeirra 2

1) Hauksbók telur B.iargey á ]>essum staö dóttur Eyvindar knés og
sistur Valbrands, enn ]>að kemur bersinilega af þvi að handritið fellir
ur á bessum stað, þvi að á öðrum stað (Hb., 121. k.) telur Hauksbók

hana Valbrandsdóttur. — 2) Stb., 117. k„ og Hb., 89. k.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0407.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free