- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
125

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

GÍSLA SAGA

125

tækifæri — „mun eigi vel fagnat Gísla bana, ef grautr
er görr ok gefinn" —• eru svo að segja eins i báðum
sög-unum. Enn þessi orð eru svo einkennileg, að þau gátu
vel geimst i manna munni, og getur vel verið, að bvor
um sig hafi þau eftir óháðri munnlegri frásögn. Hins
vegar er imislegt, sem sögunum ber á milli, og virðist
flest mæla með því, að þær sjeu óháðar livor annari, eða
að minsta kosti er það ekki sannað, að önnur liafi haft
hina firir sjer.

Gull-Þóris saga veit um bjargir þær, sem Ingjaldr
i Hergilsei veitti Gisla Súrssini, og að Börkr hinn digri
átti sök á því, enn að öðru leiti ber sögunum ekki saman.
Gisla saga segir, að Ingjaldr liafi verið landseti Barkar,
enn af Gull-Þóris sögu má ráða, að Ingjaldr hefur átt
sjálfur Hergilsei, þvi að hún segir, að Börkr liafi „gert af
Ingjaldi eyjarnar" firir bjargirnar. Af þessu virðist ljóst,
að Gull-Þóris saga og Gisla saga eru hvor annari óháðar.

Vjer komum nú að undantekningunni, sem áður var
getið. Sterkar líkur má leiða að þvi, að höfundur Gisla
sögu hafi þekt og tekið sjer til firirmindar á einum stað
sögu, sem gerist i fjarlægum landsfjórðungi, á
Austfjörð-um; jeg á þar við Droplaugarsona sögu. Sagan um víg
Þorgrims i Gisla sögu er mjög svipuð sögunni um víg
Helga Ásbjarnarsonar i Droplaugarsona sögu, svo
svip-uð, að likur eru til, að þar sje eittlivað samband á milli.
Eftir báðum sögunum er vígið vegið um nótt á bæ, þar
sem mjög er gestkvæmt, af þvi að veisla er þar haldin.
I báðum sögunum er það liúsbóndinn, sem er veginn i
rekkju hjá konu sinni. Eftir báðum sögum er innangengt
í f jós úr bæjarhúsunum, þar sem vigið fer fram, og
kem-ur vegandinn first inn í f jósið og hnitir (eða lætur hnita)
saman halana á kúnum, sem þar eru (i Droplaugarsona
sögu lætur Grímr Glúm fjelaga sinn gera þetta, enn i
Gisla sögu gerir Gisli það sjálfur), og er það
auðsjáan-lega gert til þess að tefja firir þeim, sem elta muni
veg-andann út um þær dir. Siðan gengur vegandinn eftir
báðuin sögum til bæjardira og fer þar inn í skálann að
hvilunni, þar sem bóndi sefur hjá konu sinni, tekur á

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0399.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free