- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
100

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

90

90 UM ÍSLEN’DINGASÖGUR 100

nokla-um orðum um orðfærið á sögunum, sögustilinn, og
i sambandi við hann minst á samtölin.

Þvi verður ekki neitað, að i öllu þessu, sem
ein-kennir sögurnar, kemur fram iþrótt á háu stigi, sem
veit, livert hún stefnir, íþrótt, sem kann að fara með
sög-ur, enda eru allir visindamenn nú á dögum samdóma
um að dást að þessari íþrótt. Axel Olrik segir,1) að
ís-lendingasögur liafi, að þvi er íþrótt snertir
(„kunstne-risk"), komist upp á liæðir, sem mansandinn sjaldan
kemst upp á. J. E. Sars segir, að í hinmn bestu
íslendinga-sögum komi fram „snild á hæsta stigi" („fuldendt
mester-skab"). Enn fullur skilningur á íþrótt íslendingasagna
verður eldvi gefinn með almennum orðum. Menn verða
að lesa sögurnar sjálfar til að skilja hana til hhtar.

Vffi.

Jeg hverf þá að spurningu, sem mönnum hefur orðið
mjög tíðrætt um: hvað vita menn um höfunda þessara
sagna?

Allar Islendingasögur eru til vor komnar nafnlausar,
að undanskilinni Droplaugarsona sögu einni, ef það er rjett,
sem jeg hef haldið fram áður, að höfundur hennar sje
sá Þorvaldr Ingjaldsson, sem nefndur er i niðurlaginu
með þeim orðum, að liann liafi „sagt sögu þessa". Heusler
telur þetta stirkja þá skoðun sina, að þeir, sem first færðu
sögurnar i letur, liafi eklíi mátt heita höfundar þeirra,
heldur hafi sögurnar verið til áður svo að segja óbreittar
i munnlegri frásögn. Það hefði þvi ekki verið rjett af
þeim, sem skrifuðu þær upp, að eigna sjer þær, þar sem
þeir áttu ekki annað i þeim enn uppskriftina. En Heusler
játar sjálfur, að sumar sögur, t. d. Njála og Eigla, beri
það með sjer, að sá, sem first skrifaði þær upp, hafi líka
skapað söguna sem höfundur, og eru þó báðar þessar
sögur nafnlausar. Nafnleisi sagnanna sannar þvi als ekki,

1) Nord. ándsliv, 81. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0374.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free