- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
81

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

28 UM ÍSLEN’DINGASÖGUR

81

Aftur á móti virðast söguhöfundarnir liafa tekið i
arf frá forfeðrunum eitt atriði i hinni heiðnu lifsskoðun,
og það er trúin á liið dularfulla vald örlaganna. Þessi trú
er mjög rík í sögunum. Málsháttinn „eigi má sköpum
renna" (eða „við sköpum sporna") mætti setja sem
ein-kunnarorð firir flestar sögur. Hann kemur firir i Harðar
sögu, 35. k. 106. bls., i Vatnsd., 15. k., bls. 261 < sbr. Gísl. k.
9,22: „mæla verðr einnhverr skapanna málum". í Glúmu
dreimir Glúm firir því, að hamingja Vigfúsar
móður-föður hans, sem er dáinn, komi til Þverár i konu líki
og leiti sjer staðfestu hjá Glúmi. Svo filgir hamingjan
sumum persónum sagnanna, og hefur ,’hún mörg nöfn:
gæfa, gifta, auðna, lieill. Slíkum mönnum lánast alt
vel, sem þeir taka firir, eru „giftudrjúgir"
(Flóa-m., 20. k.). Aðra eltir ógæfan í hverju sem þeir gera,
hve vel sem þeir eru gerðir, eins og t. d. Gretti, enda
lætur Grettis saga Jökul móðurbróður Grettis segja við
hann: „satt er þat, sem mælt er, at sitt er hvárt, gæfa
eða gervuleikr" (Grett., 34. k.). I 31. k. Grettis sögu
vill Barði ráða Gretti með sjer til suðurfararinnar
(Heiðarvíganna). Enn Þórarinn spaki fóstri lians
ræð-ur frá þvi: „grunar mik um, hversu heilladrjúgr liann
verðr, ok muntu þess þurfa, at eigi sé allir ógæfumenn
i þinni ferð". Sbr. orð Ólafs helga: „Mikill ógæfumaðr
ertu, Grettir" k. 39,8. Likt segir Ólafur helgi við
Þor-geir Hávarsson, Fóstbr., 8. k. („ok munt ekki vera i öllu
gæfumaðr"). Þegar sættin út af vigi Höskuldar
Hvita-nesgoða er oi-ðin að engu út af orðasennu þeirra Flosa
og Skarpheðins, segir Hallr af Siðu: „helzti miklir
ógæfumenn eigu liér í hlut at" (Nj., k. 123102). Oft lisir
gæfan eða ógæfan sjer í svip mannanna. Svo segir t. d.
Þorkell hákr um Skarpheðin, að hann sje
„ógæfusam-legr" (Nj., k. 12034). Um Þorstein, föður In^mundar,
segir Vigdis, sem varð tengdamóðir lians, að hann sje
„giftuvænligr at sjá", og um Ingimund segir Ingjaldr,
vinur Þorsteins: „hamingjusamligr sveinn ertu".
Þess-ar hugmindir um gæfu og ógæfu, gæfumenn og
ógæfu-menn, spretta bersinilega af örlagatrúnni. Það sjest t.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0355.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free