- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
75

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

28 UM ÍSLEN’DINGASÖGUR

75

sögunum. Þið sjáið á þessu, að náttúrulisingar eru mjög
sjaldgæfar i sögunum, og þá sjaldan þær koma fyrir,
eru þær mjög stuttar og standa í nánu sambandi við
efnið i lcring, annaðhvort við söguþráðinn
(Iandalising-arnar i Eiglu) eða við persönulisingarnar (orð
Þór-disar i Ljósvetningasögu) eða hvorttveggja þetta
(Fljóts-lilíðarlísing Gunnars i Njálu).

V.

Hvaða lífsskoðun kemur fram i íslendingasögum?
Þessari spurningu er erfitt að svara, og er það eðlileg
afleiðing af þvi, að sagnaliöfundarnir láta hvergi
bein-línis í ljósi lifsskoðun sina. Jeg lief áður tekið það
fram, að liöfundarnir skira svo að segja aldrei frá
dóm-um sínum um viðburði þá, sem þeir greina, og leiðir
það beint af þeirri meginreglu islenskrar sagnalistar,
að frásögnin á að vera algjörlega hlutlaus (objektiv).

Enn einmitt í þessu algerða hlutleisi
sagnamann-anna felst ákveðin lifsskoðun. Sagnamennirnir eru
lausir við alla hleipidóma eða láta að minsta kosti enga
hleipidóma hafa áhrif á frásögnina. Þeir segja blátt
áfram og hlutdrægnislaust frá atburðunum með öllum
þeim marg\rislegu atvikum, sem þar að lúta, og láta
lindiseinkunnir persónanna lisa sjer i athöfnum þeirra,
orðum og gerðum, þannig að þeir draga ekki fremur
taum eins enn annars. Að likindum hefur liöfundurinn
haft meiri samúð með höfuðpersónu sögunnar,
sögu-hetjunni, enn mótstöðumönnum hans. Enn það lísir sjer
ekki i frásögninni. Sagan ann óvinum sögukappans fulls
sannmælis. Tökum til dæmis Laxdælu. Þar standa þau
Bolli og Guðrún á móti Kjartani, sem má skoða sem
höfuðpersónu i þeim kafla sögunnar. Bolli hefur gert
á hlut Kjartans með þvi að taka frá honum heitmei
hans. Guðrún gerir á hlut hans með þvi að láta stela
sverðinu konungsnaut og motrinum. Enn Kjartan gerir
lika á hlut þeirra Bolla og Guðrúnar, þegar hann dreitir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0349.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free