- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
61

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

28 UM ÍSLEN’DINGASÖGUR

61

Ef þetta skildi ekki þikja næg sönnun þess, að
það sje vígahugur, sem list er á firri staðnum, þá er
staður í Glúmu, sem tekur af öll tvímæli. Þegar
Viga-Glúmr hefur rekið naut þeirra Þorkels og Sigmundar
úr túni móður sinnar í tún þeirra og Þorkell smánar
hann i orðum, segir svo i sögunni: „Glúmr veik heim,
ok setti at lionum hlátr, ok brá honum svá við, at
hann gerði fölvan í andliti, ok lirutu ór augum honum
tár þau, er þvi váru lik, sem hagl þat, er stórt er.
Ok þann veg brá honum oft siðan, þá er víghugr var
á honum."1) Það eru þessi tár, sem Sighvatr kallar
vígtár í vísu um fall Ólafs helga:

En fullhuginn fellir
flóttstyggr, sás varð dróttin —
várt torrek lizk verra
— vigtár — konungs árum.2)

Bæði Sveinbjörn Egilsson og Finnur Jónsson hafa
ekki skilið, hvað felst i þessu vígiár („lacrimæ ob
cæ-sum aliquem effusæ" Svb., „tárer over den dræbte",
F. J., Skjalded.). Enn samtiðamenn Sighvats hafa
skilið það, og samtiðamenn Njáluhöfundar og
Glúmu-höfundar hafa skilið, að liaglið, sem af augum hraut,
kom af vigahug.

Munurinn á Glúmu og Njálu er lijer sá, að Glúma
skírir, livað haglið þiðir, sem af augunum hrítur, enn
Njála ekki, og er Njála þar i meira samræmi við
is-lenska sagnaíþrótt enn Glúma. Höfundur Njálu sjer,
að það eikur á indi frásagnarinnar, að lesandinn hafi
eitthvert umhugsunarefni og að honum sje ekki gefið
alt inn með teskeiðum, ef svo má að orði kveða.

5. Auðr Vésteinsdóttir. Ekki finst fallegri lising á
góðri og triggri eiginkonu i íslendingasögum enn
lis-ing Auðar i Gisla sögu. Meistaralega er henni list i
samtali liennar við Ásgerði svilkonu sina, sem
Þor-kell, bóndi Ásgerðar, hliðir .á, þessu örlagaþrungna
samtali, sem er firsta undirrót allra þeirra liarma,

1) Glúma, 7. k. niðurlag. — 2) Sighv. Lv. 22 i F. J„ Skjalded.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0335.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free