- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
54

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

28

UM ÍSLEN’DINGASÖGUR 54

sem Egill ratar í, einkum i útlöndum, í víkingaferðum
hans og liólmgöngum, sjerstaklega hólmgöngunni við
Atla, sem hann bitur á barkann, i lieiftrækni hans við
óvini og áfergju við vig, og loks i fjegræðgi hans. Þið
þekkið dæmin úr Egils sögu, svo að jeg orðlengi ekki
um þetta, enn skal þó aðeins minna á það, sem mjer
þikir einna einkennilegast. Þegar Egill hefur hefnt sin
með því að drepa þá Berg-Önund, Hadd og Fróða og 15
menn eða 16 heima á Aski i Fenring, siglir liann út um
eijasund. „Egill var nú allreiðr", segir sagan, „svá at þá
mátti ekki við liann mæla". Reiðin lisir sjer hjer
óbein-linis i þvi atviki, að hann þegir og svarar engu, þegar
á hann er irt. Siðan drepur liann Rögnvald
konungs-son og þá 13 á lcarfanum og reisir þeim Eiríki og
Gunn-hildi niðstöng með formála. Um fjegræðgi Egils eru
mörg dæmi, og mun jeg brátt minnast á eitt.

Frændræknin kemur einkum fram, þegar hann
missir Þórólf bróður sinn, og siðar, þegar Böðvar
druknar og Egill vill svelta sig i hel. Meistaraleg er
lisingin á Agli eftir dauða Þórólfs, þegar hann hefur
first búið um lík Þórólfs og kemur siðan inn i höll
Aðalsteins og konungur skipar honum i öndvegi á móti
sjer, og er best að láta söguna sjálfa tala.

Síðan fór Egill með sveit sina á fund Aðalsteins konungs ok
gekk þegar fyrir konung, er hann sat við drykkju; ]iar var glaumr
mikill; ok er konungr sá, at Egill var inn kominn, þá mælti liann,
at rýma skyldi pallinn Jjann hinn óæðra fyrir þeim, ok mælti, at Egill
skyldi sitja þar í öndvegi gegnt konungi. Egill settist þar niðr ok
skaut skildinum fyrir fætr sér; liann liafði hjálm á höfði ok lagði
sverðit um kné sér ok dró annat skeið til hálfs, enn ])á skeldi hann
aftr i slíðrin;’hann sat uppréttr ok var gneyptr mjök. Egill var
mikil-leitr, ennibreiðr, brúnamikill, nefit ekki langt, en ákaflega digrt,
gran-stæðit vitt ok langt, hakan breið furðulega ok svá alt um kjálkana,
hálsdigr ok herðimikill, svá at þat bar frá þvi, sem aðrir menn váru,
harðleitr ok grimmlegr, þá er hann var reiðr; hann var vel í vexti ok
hverjum manni liæri, úlfgrátt liárit ok þykt ok varð snemma
sköll-óttr; enn er hann sat, sem fyrr var ritat, þá hleypti hann annarri
hrúninni ofan á kinnina, annarri upp í hárrætr; Egill var svarteygr
ok skolbrúnn. Ekki vildi hann drekka, þó at honum væri borit, enn
ýmsum lileypti hann brúnunum ofan eða upp. Aðalsteinn konungr sat
i hásæti; hann lagði ok sverð um kné sér, ok er þeir sátu svá um
hríð, þá dró konungr sverðit ór sliðrum ok tók gullhring af hendi

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0328.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free