- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
45

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

28 UM ÍSLEN’DINGASÖGUR

45

skaparandi víkingaaldarinnar lifði enn hjá hinni
is-lensku jijóð, og hugsjón lians liefur sett mark sitt á
flestar sögur vorar, sama hetjuskaparhugsjónin, sem
kemur fram i hetjuljóðum Eddukvæðanna. Það er því
engin furða, þó að t. d. Gunnari á Hliðarenda i Njálu
svipi til Sigurðar Fáfnisbana i Eddukvæðunum, eða
Guðrúnu Ósvifrsdóttur i Laxdælu til Brynhildar. Af þvi
að svo mikið ber á vigaferlum og hefndum i sögunum,
leiðir það, að ifir þeim flestum livilir liarmablær
(tra-giskur blær). Oft linigur söguhetjan í valinn, og endar
þá sagan vanalega á að segja frá hefndum firir vig
hans (Gunnars saga og Njáls saga i Njálu, Þórólfs
þátt-ur Kveldúlfssonar i Eiglu, Laxdæla, Gunnlaugs saga
ormstungu, Gisla saga Súrssonar, Grettis saga o. fl.).
í sumum sögum sleppur þó sögulietjan lifandi úr öllum
þrautum og nær hárri ekki (Egils þáttur i Eiglu,
Viga-Glúms saga). Sagnaritarinn hafði hjer auðvitað elcki
ó-bundnar hendur, heldur varð að fara eftir
munnmæl-unum. Ifirleitt er efnið þrungið af alvöru lífsins, enn
þó koma firir kímilegir kaflar innanum, sem lifga upp
frásögnina (Gisli i Grettlu, „Björn að baki Kára" i Njálu,
Fifl-Egill i Fóstbræðra sögu o. fl.). Það er undantekning,
að saga i heild sinni sje kimnissaga, t. d. þáttur
Sneglu-Halla, Ölkofra þáttur og um fram alt Bandamanna saga,
sem er eitt hið mesta snildarverk i sagnabókmentunum
og má jafna við kómedíur Aristofanesar, meinfindin
heimsádeila, sem dregur liöfðingjana sundur i háði og
sínir, hvernig slægur alþiðumaður leikur á þá.

Næst kemur þá til greina meðferð efnisins. Hjer
virðist mega setja fram eina meginreglu, sem er
sam-eiginleg öllum sagnaliöfundum vorum, og hún er svo
hljóðandi: Frásögnin á að segja blátt áfram með
ein-földum orðum frá þvi, sem gerist (facta), frá öllum
atlíöfnum (framkvæmdum, verknaði, „handlinger")
persónanna, sem sagan er af, með öllum þeim atvikum,
smáum og stórum, sem þar að lúta, svo ljóst og"
greini-lega, að sá, sem hlíðir á eða les söguna, sjái viðburðina
gerast firir augum sjer, ef svo má að orði kveða. Að

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0319.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free