- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
43

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

28 UM ÍSLEN’DINGASÖGUR 17

17

sjerstaklega við tímatalið i íslendingabók Ara og
kon-ungasögunum, þá eru líkur til, að það sje oftast sprottið
ekki frá hinni munnlegu arfsögn, heldur frá lærdómi
liöfundarins.

Eflaust er allmikill munur á einstökum sögum, að
þvi er snertir áreiðanleik þeirra. Þar virðist mega gefa
þessa almennu reglu: því meira sem ber á íþrótt
sagna-ritarans i sögunni, því meira liefur liann lagt til frá
sjálfum sjer og því óáreiðanlegri er sagan. Þær sögur,
sem eru samdar af mestri snild, t. d. Njála og Egils
saga, eru þvi ekki liinar áreiðanlegustu.

Sumum Islendingum finst það ganga næst guðlasti
að efast um sögulegt gildi sagna vorra. Þeim finst
sög-urnar setja niður, ef þar stendur ekki alt eins og stafur
á bók. Enn auðvitað verðum við að meta sögurnar i
þessu efni eftir sömu reglum og beitt er við öll
önnur söguleg lieimildarrit, hvort sem okkur likar það
betur eða verr. Og þvi má ekki heldur gleima, að það
sem sögurnar missa i sem söguleg heimildarrit, það
græða þær aftur sem iþróttaverk. Hin mikla snild, sem
einkennir t. d. Njálu, gerir betur enn að jafna það upp,
sem söguna skortir á að vera áreiðanlegt sannsögulegt
heimildarrit. Axel Olrik segir á einum stað (Nordisk
ándsliv, 85. bls.): „Það sem mestu skiftir, er ekki, hve
margir viðburðir af hverju hundraði viðburða, sem
sögurnar segja frá, eru sannsögulegir, heldur hinn
and-legi fjársjóður, sem sögurnar geima". Þetta er rjett og
vel sagt.

IV

Jeg liverf þá að þvi að tala nokkru nánar um íþrótt
söguhöfundanna. Jeg hef ekki getað komist hjá þvi að
drepa lauslega á þetta efni, eða, rjettara sagt, sum
at-riði, sem að þvi lúta, i piáli minu hjer að framan,
af þvi að það snertir mikið þær spurningar, sem jeg
hef reint að greiða úr, og mega menn þvi ekki taka

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0317.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free