- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
41

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

28 UM ÍSLEN’DINGASÖGUR

41

frá, gerir sig seka i ikjum, ]já má geta nærri, að sögur,
sem eru ritaðar 2—300 árum eftir viðburðina, geti
ekki verið lausar við ikjur. Hins vegar hefur Áróns
saga geimt trúlega endurminninguna um helstu
við-burðina af lifi Áróns og kemur þar lieim við
íslend-inga sögu Sturlu. Af þvi virðist mega ráða, að
íslend-ingasögur segi ifirleitt nokkurn veginn rjett frá
aðal-viðburðum sagnanna, og verður þó að hafa það
hug-fast, að þessar sögur liafa geimst meira enn helmingi
lengur i manna munni enn Áróns saga, svo að þar er
liættara við, að eitthvað hafi farið á milli mála.

Jeg er þvi á þeirri skoðun, að það sje jafnfjarri
sanni að lita á íslendingasögur sem eintómar
skáld-sögur eins og hitt, að telja þær i röð óskeikulla
sann-sögulegra heimilda.

Eins og jeg áður lief tekið fram, eru sögurnar
blendingur af endurminningum um fortíðina, sem
höfundur hefur safnað saman, og þeirri fágun
efnis-ins, sem hann leggur til frá sjálfum sjer, með öðrum
orðum, blendingur af munnmælum og iþrótt. Af þessu
tvennu hafa munnmælin ein nokkurt sannsögulegt
gildi, og verður þó að taka tillit til þess, að þau geta
verið afbökuð á þeim langa tima, sem þau liafa
gengið mann frá jnanni, sjerstaklega i aukaatriðum,
þvi að mart mælir með þvi, að íslensk munnmæli hafi
geimt trúlega endurminninguna um þá aðalviðburði,
sem sögurnar skira frá. Hitt, sem höfundurinn leggur
til frá sjálfum sjer, iþrótt þá, sem hann sínir í fágun
efnisins, má ekki taka sem sögulegan sannleika. Öll
iþrótt miðar að þvi að skreita, og skreitni og skrök
eru náskildar hugmindir. Vjer verðum þvi altaf að
hafa það liugfast við lestur sagna vorra, þegar vjer
viljum dæma um sannsögulegt gildi frásagnarinnar,
hvort þetta eða þetta, sem sagan segir frá, stafi frá
ó-sviknum munnmælum eða frá iþrótt
söguliöfundar-ius. Jeg lief áður tekið fram, hve erfitt er að draga
hjer ákveðnar takmarkalinur, og minst á íms atriði,
sem lijer koma til greina, t. d. sínt, að samtöl milli

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0315.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free