- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
37

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

28 UM ÍSLEN’DINGASÖGUR

37

söguna, enn líklegt er, að sumt af því að minsta kosti
stafi frá ingri munnmælasögum, sem hann hefur farið
eftir. Ef svo er, her hin ingri Gull-Þóris saga vott um,
að íslensk munnmæli vaxa i munni.

Eins og gefur að skilja, er hætt við þvi, að
sagna-höfundar, sem rita 200 til 300 árum eftir viðburðina,
sem þeir segja frá, lisi ekki rjett lifi, siðum og tisku
manna á þeim tímum, stjórnarskipun þeirra tima og
lögum. Þegar svona stendur á, er ekki nema eðlilegt,
þó að lising liöfundanna á öllum itri atvikum, svo sem
vopnaburði, klæðnaði, húsaskipun osfrv., dragi dám af
þvi, sem tíðkaðist á timum höfundarins. Og þó að
höf-undur hafi einhverja óljósa hugmind t. d. um
stjórnar-skipun eða lög þeirra tima, sem hann er að lísa, þá er
altaf liætt við, að lionum kunni að skjátlast i einstökum
atriðum. Allir eru samdóma um, að Njála sje
tiltölu-lega seint rituð, og að minni skoðun getur hún með
engu móti verið rituð fir enn um 1300 eða lijer um bil
einum mannsaldri eftir að hin gömlu lög þjóðveldisins
gengu úr gikli (1271—3). Höfundurinn liefur
auðsjáan-lega haft mikið indi af hinum fornu lögum
þjóðveldis-ins. Sagan er full af málaferlalisingum, og er auðsjeð,
að liöfundur gerir sjer far um að láta þær koma heim
við Grágásarlög og hefur liaft firir sjer i því skini
Grá-gásarhandrit, sem hann tekur úr orðrjettar imiskonar
klausur. Árið 1883 gáfu 2 lærisveinar Konr. Maurers,
Karl Lehmann og Hans Schnorr von Carolsfeld, út bók
um hina lögfræðilegu kafla Njálu (Die Njálssage,
insbe-sondere in iliren juristischen Bestandtheilen) og reindu
að sanna, að þessir kaflar færu i mörgum verulegum
atriðum i bága við lög þjóðveldisins og bæru vott um
vanþekking höfundarins i þvi efni. Vilh. Finsen ritaði
um þetta mál i riti sinu Den islandske Fristats
Institu-tioner, Kb. 1888, og reindi að sanna, að sumt af þvi,
sem þeir Lelimann og Carolsfeld hafðu átalið, gæti
staðist, enn verður þó að játa, að sagan hafi gert sig
seka i ímsum vitleisum, og telur upp langa runu af

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0311.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free