- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
35

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

28 UM ÍSLEN’DINGASÖGUR

35

söguna á við Ara, bæði íslendingabók og hina
upphaf-legu Landnámu, liver það liafi verið, sem inni var
brendur. Islendingabók og Melabók (= Landn. Ara)
kallar manninn Þorkel Blund-Ivetilsson, og Melabók
bætir þvi við, að sá Blund-Ketill, faðir Þorkels, liafi
verið son Örnólfs landnámsmanns, „sem nam
Norð-tungu alla milli Kjarrár ok Þverár ok bjó í
Örnólfs-dal." Laxdæla, sem hefur notað Landnámu Ara, stiður
og frásögn Melabókar, að þvi er snertir nafn þess, sem
inni brann. I íslendingabók ber Ari Úlfheðin
lögsögu-mann Gunnarsson (1116) firir þessari sögn, enn liann
hefur eflaust liaft hana frá Gunnari spaka
Þorgríms-sini, lögsögumanni 1063—5 og 1073, sem hlítur að vera
fæddur snemma á 11. öld, að eins c. 40 árum eftir
brennuna, og hefur þvi getað liaft sagnir af mönnum,
sem mundu hana. Þessi sögn Ara er því svo vel
lieim-iluð, sem framast má verða. Aftur á móti segir
Hænsna-Þóris saga, að það liafi verið alt annar maður og af
annari ætt, sem inni var brendur, Blund-Ketill Geirsson
hins auðga Ketilssonar blunds. Þessi ætt á heima firir
sunnan Hvitá i Flókadal. Á þeim slóðum nemur
ætt-faðirinn Ketill blundr land, eftir þvi sem Landnáma
segir frá, og þar liggja bólstaðir þeirra ættmanna,
Þrándarholt, þar sem Ketill blundr bjó, og Geirshlið,
bústaður Geirs auðga. Á þvi getur ekki verið neinn efi,
að þessi frásögn Hænsna-Þóris sögu er röng, og að
mis-sögnin stafar sjerstaklega af þvi, að nafnið Blund-Ketill
(= Ketill blundr) kemur firir i báðum ættum, enda
bendir það til, að ættirnar hafi verið skildar hvor
annari, þó að vjer vitum nú eigi, hvernig þeim
skild-leika var varið. 1 ritgjörð minni um afstöðu
Hænsna-Þóris sögu og Landnámu1) lief jeg sint likur til, að
Hænsna-Þóris saga hafi hjer haft firir sjer munnmæli
úr Flókadal.

Þetta dæmi úr Hænsna-Þóris sögu er mjög
lærdóms-rikt að þvi er snertir skilriki munnlegra sagna. Vjer

1) Aarb. 1905, 70.-72. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0309.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free