- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
28

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

28

UM ÍSLEN’DINGASÖGUR 28

dráp Þórólfs Ivveldúlfssonar og hefnd firir það af hálfu
Skalla-Grims, hróður Þórólfs, staðfestist af texta liinnar
upphaflegu Landnámu Ara, sem Melabók hefur geimt.
Stundum staðfesta rjettfeðraðar samtiða visur, að
frá-sögnin sje sönn i verulegum atriðum, t. d.
Máhliðinga-visur og Hrafnsmál i Eyrbyggju, kvæði Egils i Egils
sögu o. fl. Enginn getur t. d. efast um, að Egill hafi
flutt Höfuðlausn sina frammi firir Eiriki blóðöx i
Jór-vík, um það vitnar Höfuðlausn sjálf og
Arinbjarnar-kviða með sögunni. Rannsóknir Sigurðar Vigfússonar
á Bergþórshvoli iiafa leitt þar í ljós stórar brunarústir,
svo að auðsjeð er, að þar hefur verið stór húsbruni.
Allar likur mæla með þvi, að þessar brunarústir stafi
einmitt frá Njálsbrennu, og staðfestir rannsóknin
þannig, að aðalviðburðurinn, sem Njála segir frá, sje
sannsögulegur, og er þó Njála ekki talin með hinum
áreiðanlégri sögum.

Enn þó að sögur vorar beri á sjer veruleikablæ,
þó að suma viðburði, sem þær segja frá, megi sanna
með vitnisburði annara rita eða samtiða visna eða með
fornfræðilegum rannsóknum, þá sannar þetta með engu
móti, að sögurnar i heild sinni sjeu áreiðanlegar
sögu-legar heimildir. Skáldsögur góðra nútiðarhöfunda bera
einnig á sjer blæ veruleikans. Og þó að sanna megi með
samtíða vísum eða öðru, að einhver merkilegur
við-burður i einhverri sögu sje sannur, t. d. að Egill hafi
flutt Höfuðlaiisn firir Eiriki i Jórvík, þá er ekki víst
firir því, að sagan hermi rjett öll tildrög eða atvik
við-burðarins, meira að segja þau sömu kvæði, sem sina,
að liinn merki viðburður er rjett hermdur, sanna
stund-um, að sagan fer ekki rjett með atvik og tildrög. Egill
segir sjálfur i Arinbjarnarkviðu:

Hafðak endr
Ynglings burar
riks konungs
reiði fengna.

Drók djarfhött
oí’ dökkva skör.1)
létk liersi
heim of sóttan.

1) lierti upp liugann og lagði á stað i ferð.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0302.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free