- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
172

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

(172

UM ÍSLENDINGA SÖGU

vert er og, að þessi stílsháttur kemur berast fram í þeim
köflum, þar sem frásögnin eltir biskupsmenn og sagan
er sögð frá þeirra sjónarmiði, en ætla mætti, að Sturlu
væri ókunnast um, en aftur á móti ekki í þeim
frásögn-um, sem hann átti auðvelt að bafa fregnir af, t. d.
Gríms-eyjarför.

Þess er ekki að vænta, að mikil missmiði sæist á, þó
að Sturla hefði liaft skrifaða heimild fyrir sér, svo að
Ijóst væri, livar heimildin er notuð. Þó eru nokkur atriði,
auk stilsliáttar þess, er minnzt var á, sem benda í þessa
átt. I 25. kap. segir svo: „Þá kom sunnan Þorvaldr
Giz-urarson, ok höfðu þeir mál fram á hendr mönnum
bisk-ups [, er Guðmundr biskup kallaði undirrót alls þess
ófrið-ar, er Ivolbeinn gerði honum ok hans mönnum."1) í
ís-lendingasögu eru engin rök leidd að þessu, og Þorvaldur
kemur ekki við deilur Kolbeins og biskups t’yr en nú;
verður þvi óskiljanlegt, hvað Þorvaldi hefur gengið til,
er Sturla lýsir jafnan sem liinum friðsamasta manni.
Þetta er og jafnvel i beinni mótsögn við það, sem áður
segir i íslendinga sögu um upptök þessa ófriðar, er sagan
kennir Kolbeini einum, svo sem segir i 24. og 25. kap.:
„Þá er Guðmundr biskup kom út ... urðu margar greinir
með þeim Kolbeini Tumasyni, þær er sinn veg þótti
livárum, ok varð með þeim mikit sundrþykki. Var
bisk-up allt minni leiðingamaðr ok allt ráðgjarnari, en þeir
ætluðu. . . . Með þvi upphafi reis deila með Guðmundi
biskupi ok Kolbeini Tumasyni ok lians venzlamönnum.
Ásbjörn liét prestr, sá er Kolbeinn hafði fyrir sökum
uiii fornt fémál, ok kölluðu sumir menn þá fjárheimtu
eigi réttliga."2) Þessum frásögnum um undirrót
ófriðar-ins ber þvi ekki saman. En af prestssögunni má ráða, af
liverju ummæli biskups um Þorvald munu sprottin.
Þeg-ar rætt var um biskupskosningu, kom Gizur Hallsson á

1) Sturl.3 I, 279. — frá [ vantar í Res. á þessum stað (Bisk. I, 491),
en siðar er sagt liið sama: „Þorvaldi ... er biskup kallaði grundvöll
allra þessara mála." (Bisk. I, 495). Resensbók sýnir, að ])að er
Þor-valdur, sem er undirrót ófriðarins, eu ekki mál þau, er þeir Kolbeinn
höfðu J)á fram, enda voru mörg deiluefni áður. — 2) Sturl.3 I, 276.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0258.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free